Ragga Sig sigraði Einvígið á Nesinu

Nesklúbburinn

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í sólríku en nokkuð vindasömu veðri í dag.  Þetta var í 22. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni tengt börnum, nú Barnaspítala Hringsins.
Sigurvegari mótsins varð að lokum Ragnhildur Sigurðardóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir æsispennandi lokaholu þar sem hún atti kappi við Alfreð Brynjar Kristinsson á síðustu holu mótsins. 
Að móti loknu var verðlaunaafhending og keppendum afhendur þakklætisvottur fyrir sitt framlag til málefnisins.  Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og Kristinn Ólafsson formaður Neskúbbsins afhenti að lokum Þránni Rósmundssyni frá Barnaspítala Hringsins ávísun frá Nesklúbbnum að upphæð 500.000 krónur.  

Úrslit í einvíginu urðu eftirfarandi:

1. sæti – Ragnhildur Sigurðardóttir, GR
2. sæti – Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG
3. sæti – Rúnar Arnórsson, GK
4. sæti – Björn Óskar Guðjónsson, GM
5. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK
6. sæti – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
7. sæti – Kristján Þór Einarsson, GM
8. sæti – Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS
9. sæti – Ragnhildur Kristinsdóttir, GR
10. sæti – Björgvin Sigurbergsson, GK