Ragnar Jón Jónsson stofnandi klúbbsins látinn

Nesklúbburinn

Ragnar Jón Jónsson annar frumkvöðla að stofnun Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins lést 23. júlí síðastliðinn.  Eins og getið er á um í sögu Nesklúbbsins var það hugdetta Ragnars að fá lánuð túnin á Suðurnesi til golfiðkunar árið 1963 og sat hann jafnframt í fyrstu stjórn klúbbsins. Nesklúbburinn sendir aðstandendum öllum samúðarkveðjur.

Ragnar var níræður að aldri og fór útför hans fram í dag í Lindakirkju.