Rótarýklúbbur Seltjarnarness fundaði í golfskálanum

Nesklúbburinn

í hádeginu föstudaginn 24. maí settust um 40 rótarýfélagar til borðs hjá Krissa – og það fór vel um þá.
Tilefni þess var að fundarefnið tengdist Nesklúbbnum. Ólafur Ingi, rótarýfélagi og formaður NK, kynnti golfklúbbinn og innlegg hans í umræðuna um skipulag Vestursvæðisins hér á Nesinu.
Nokkrir rótarýfélaganna voru í sinni fyrstu heimsókn í golfskálann og héldu jafnvel að þangað væru
aðeins þeir velkomnir sem væru félagar í Nesklúbbnum. Þeim misskilningi var snarlega eytt og
vonumst við til að sjá sem flesta þeirra aftur, hvort sem er til að njóta náttúrunnar og veitinganna 
eða taka sín fyrstu skref í golfinu.
Nesklúbburinn þakkar Rótarýklúbbi Seltjarnarness kærlega fyrir komuna.