Rúnar Geir og Guðmundur Lúther unnu COCA COLA

Nesklúbburinn

Opna COCA-COLA, elsta opna golfmót á Íslandi fór fram á Nesvellinum í dag.  Blíðskaparveður var á meðan mótinu stóð og ekki oft sem að vindurinn fer ekki yfir 2 metra á sekúndu í heilan dag á Nesinu.  Mótið hefur í gegnum árin verið ákaflega vel sótt og í ár voru 104 keppendur skráðir til leiks og komust færri að en vildu.  Haldið er í gamla hefð er varðar leikfyrirkomulagið þar sem leikinn er höggleikur með og án forgjafar í stað punktakeppni eins algengast er orðið í dag.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum auk nándarverðlauna á par 3 brautum og urðu helstu úrslit eftirfarandi:

 

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti: Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 69 högg
2. sæti: Árni Freyr Sigurjónsson, GR – 70 högg
3. sæti: Stefán Þór Bogason, GR – 71 högg

Höggleikur með forgjöf:

1. sæti: Guðmundur Lúther Loftsson, GVS – 63 högg nettó 
2. sæti: Stefán Sigfús Stefánsson, GO – 65 högg nettó
3. sæti: Jóakim Gunnar Jóakimsson, NK – 66 högg nettó

Nándarverðlaun:

2./11. braut: Ólafur Sigurjónsson – 80cm frá holu
5./14. braut: Rúnar Geir Gunnarsson – 70cm frá holu