Rúnar Geir sigurvegari lokapúttmótsins

Nesklúbburinn

Í framhaldi af síðasta púttmóti vetrarins var lokamótið haldið en í það mót höfðu þeir unnið sér þátttökurétt sem lentu í einu af þremur efstu sætunum í einhverju af púttmótum vetrarins (karla- og kvennaflokkur tekin saman).

Það voru 22 kylfingar sem höfðu unnið sér þátttökurétt og voru 12 af þeim mættir til leiks í lokamótið. Fyrirkomulagið var þannig að fyrst var leikinn 18 holu höggleikur þar sem að 8 efstu komust áfram í útsláttarfyrirkomulag.  Þar var leikin holukeppni þar sem mættust í 8 manna úrslitum:

Kjartan Steinsson og Guðjón Davíðsson – Kjartan vann
Kjartan Óskar Guðmundsson og Rafn Hilmarsson – Rafn vann
Gauti Grétarsson og Rúnar Geir Gunnarsson – Rúnar vann
Ingi Þór Olafson og Friðrik Friðriksson – Ingi Þór vann

í fjögurra manna úrslitum mættust:

Rúnar Geir og Ingi Þór – Rúnar Geir vann
Kjartan Steinsson og Rafn Hilmarsson – Kjartan vann

Í keppni um 3. sætið mættust:

Ingi Þór Olafsson og Rafn Hilmarsson og sigraði Ingi þór þann leik.

Í úrslitaleiknum sem var gríðarlega spennandi mættust þeir Rúnar Geir og Kjartan Steinsson.  Leikurinn var mjög jafn þó Kjartan hafi haft yfirhöndina mest allan tímann.  þegar að tvær holur voru eftir hafði Kjartan unnið tveimur holum meira og dugði því að fella aðra af þeim tveimur sem eftir voru til að sigra.  Rúnar Geir hinsvegar einpúttaði þær báðar og tryggði sig þannig í bráðabana.  Á fyrstu holu bráðabanans setti Rúnar einnig niður í fyrsta pútti á meðan að Kjartan tvípúttaði og er Rúnar Geir því púttmeistari vetrarins.