Síðasta púttmótið næsta sunnudag

Nesklúbburinn

Nú líður að lokum púttmótanna sem haldin hafa verið á sunnudögum í vetur.  Síðasta sunnudag sigraði Rafn Hilmarsson glæsilega á 27 höggum.  Þá eru línur farnar að skýrast í heildarkeppninni og munu úrslit þar ráðast næsta sunnudag þegar síðasta púttmótið verður haldið. 

Þennan sunnudag er eins og áður „tveir fyrir einn“ þ.e. allir fá tvo hringi fyrir 500 kallinn.  Það verður síðasti möguleikinn fyrir þau sem ekki eru búin að vinna sér þátttökurétt í lokamótið til að gera það, en þrír efstu í hverju sunnudagsmóti vinna sér inn sæti í lokamótinu sem verður haldið í beinu framhaldi af hinu hefðbundna móti núna á sunnudaginn.

Þar sem þetta verður síðasta mótið ætlar Hjalti að bjóða upp á kleinur með kaffinu og þá verður einnig bæði „næstur holu“ keppni og vippkeppni.  Það er því um að gera að mæta í Risið á milli kl. 11.00 og 13.00 og taka þátt.

Lokamótið verður haldið í beinu framhaldi af púttmótinu eins og áður sagði.  Fyrirkomulagið verður nánar kynnt á staðnum.  Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í lokamótinu og eru þau sem hafa unnið sér inn þátttökurétt nú þegar eindregið hvött til að mæta, en það eru:

Arnar Friðriksson
Eyjólfur Sigurðsson
Gauti Grétarsson
Guðjón Davíðsson
Gunnar H. Pálsson
Gunnlaugur Jóhannsson
Haukur Óskarsson
Helga Kristín Gunnlaugsdóttir
Hörður Felix Harðarson
Margrét Mjöll Benjamínsdóttir
Ólafur Marel Árnason
Rafn Hilmarsson