Skálinn lokar á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,

Nú er golftímabilið úti senn á enda.  Golfskálinn lokar á laugardaginn, 28. september, og hvetjum við alla til að annaðhvort nýta inneignina sína í veitingasölunni fyrir þann tíma eða að gera upp skuld sína við veitingasöluna ef eitthvað stendur útaf.

Völlurinn sjálfur verður opinn á meðan veðurastæður leyfa og munum við tilkynna það nánar þegar hann verður settur í vetrarbúning.  Það á ekki að þurfa að ítreka það (en við gerum það samt) að gera við boltaför á flötum.  Við eigum ekki að ganga svona um flatirnar og öll þau för sem ekki er gert við á þessum árstíma munu bera þess merki næsta sumar.

Boltavélin – vegna framkvæmda á æfingasvæðinu mun boltavélin loka 30. september.

Við minnum svo á að byrjað er að taka á móti pöntunum fyrir fasta tíma á Nesvelli í vetur – við hvetjum alla til að nýta sér þá aðstöðu og geta áhugasamir sent fyrirspurnir á nesvellir@nkgolf.is

Nefndirnar