Stjórn Nesklúbbsins vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri til félagsmanna vegna viðskipta þeirra í veitingasölu Nesklúbbsins.
Eins og fram hefur komið eiga allir félagsmenn 20 ára og eldri sem greiða fullt félagsgjald inneign í veitingasölunni að andvirði kr. 7.000.- Inneignina er eingöngu hægt að nota til kaupa á veitingum – ekki golfvörum, token eða vallargjöldum.
Af gefnu tilefni hefur stjórn Nesklúbbsins tekið þá ákvörðun að starfsmönnum veitingasölunnar verður í sumar ekki heimilt að lána félagsmönnum fyrir veitingum eftir að inneignin hefur verið fullnýtt. Því verður ekki hægt að stofna til reikningsviðskipta nema að fyrirframgreiðsla hafi átt sér stað.