Skoðanakönnun Gallup væntanleg

Nesklúbburinn

Eins og fram hefur komið var ákveðið að framkvæma skoðanakönnun meðal félagsmanna Nesklúbbsins um hvort rástímabókanir ættu að vera viðvarandi áfram í sumar eða hvort hverfa ætti aftur til boltarennunnar.  Gallup hefur verið falið að framkvæma þessa könnun.  Undanfarna daga hafa félagsmenn verið hvattir til þess að uppfæra netföngin sín á Golfbox sem notuð verða við framkvæmd könnunarinnar.  

Öllum netföngum var skilað til Gallup í dag og mega félagsmenn því eiga von á tölvupósti á næstunni og þeir beðnir um að taka þátt í könnuninni.

ATH: Öllum reglum Gallup um framkvæmd slíkra kannana verður framfylgt.  Þar á meðal sú regla að könnunin verður ekki send á þá einstaklinga sem eru „bannmerktir“ í þjóðskrá.  „Bannmerkt“ þýðir að viðkomandi afþakkar eða vill öllu jafna ekki taka þátt í slíkum könnunum.  Viðkomandi einstaklingar geta haft samband á skrifstofu Nesklúbbsins hafi þeir hug á að taka þátt í þessari könnun.

Við hvetjum þig til að segja þína skoðun og taka þátt í könnuninni

Stjórn Nesklúbbsins