Skráning á golfleikjanámskeiðin hefst á morgun

Nesklúbburinn

Nesklúbburinn býður upp á golfleikjanámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 7-13 ára, óháð því hvort að þau séu í klúbbnum eða ekki. Markmiðið með námskeiðunum er að kenna undirstöðuatriðin í golfleik, framkomu og umgengni á golfvelli.

Yfirumsjón með námskeiðunum er í höndum golfkennara Nesklúbbsins, Nökkva Gunnarssonar og með honum eru sex leiðbeinendur á hverju námskeiði.

Námskeið 2017

Námskeið 1. 6. – 9. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)*
Námskeið 2. 12. – 16. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 3. 19. – 23. júní kl. 09.00 – 12.00 (strákar og stelpur)
Námskeið 4. stúlknanámskeið 26. – 30. júní kl. 09.00 – 12.00**

Aldurstakmark er 7 ár og verð pr. námskeið kr. 14.000.-

Innifalið í gjaldinu er nestispakki sem inniheldur hvern dag:
Rúnstykki með skinku og osti, svali og ávextir.

* Námskeið nr. 1 er fjórir dagar vegna hvítasunnuhelgarinnar og kostar kr. 11.200
** Ef ekki næst næg þátttaka stelpna verður námskeiðið blandað stelpum og strákum en þó þannig að þeim verður skipt upp í hópa eftir kynjum á námskeiðinu. 

Skráning hefst á morgun, þriðjudaginn 2. maí kl. 09.00 og fer eingöngu fram í síma 561-1930.  Undanfarin ár hafa færri komist að en viljað og því um að gera að hringja fyrr en síðar.