Kæru félagar,
Það hefur verið haft samband við mig þar sem fólk hefur átt erfitt með að skrá sig í gegnum Golfbox. Ástæðan er aðallega sú að það er einhver villa sem kemur upp þegar skráð er í gegnum vafrann „safari“ sem er aðallega í Iphone símum og Mac tölvum. Ég er búinn að tala við GSÍ og það er unnið að lausnum. Þangað til þarf að fara í gegnum annan vafra, t.d. Crome eða Edge og svo hefur í flestum tilfellum appið virkað líka. Crome og Edge má finna í App store og kostar ekkert.
Hreinsunardagurinn er á morgun og okkur vantar fleiri hendur. Ef þú mögulega hefur tök á að koma, og jafnvel þó það sé ekki allan tímann, að þá væri það ákaflega vel þegið. Hægt er að skrá sig með því að smella hér.
Skráning i forkeppni ECCO bikarkeppninnar er hafin á Golfbox. Undanfarin ár hafa færri komist að en vildu í þetta mót þannig að það er um að gera að skrá sig sem fyrst.
Rástímar á sunnudaginn. Það þurfti að loka aðeins skráningum á rástíma á sunnudaginn en ég var að opna fyrir þá þannig að hægt er að skrá sig núna.
Sjáumst hress,
Haukur
Framkvæmdastjóri