Meistaramót Nesklúbbsins 2016 fer fram vinkuna 2. til 9. júlí. Meistaramótið er án efa stærsti viðburður klúbbsins á hverju ári þar sem leikið er í 15 mismunandi flokkum sem skiptast upp eftir forgjöf eða aldri. Ein breyting hefur verið gerð í niðurröðun flokka í mótinu. Aldursskipting í öldungaflokkum karla og kvenna hefur verið samræmd fyrirkomulagi LEK, Landssambandi eldri kylfinga og verða því tveir flokkar hjá báðum kynum, 50 – 64 ára og 65 ára og eldri, miðað er við almanaksár.
Skráning í mótið hefst á morgun, fimmtudaginn 16. júní og fer eins og venjulega eingöngu fram í möppunni góðu sem staðsett er í golfskálanum.
Niðurröðun flokkanna má sjá hér á síðunni undir „um NK / skjöl“. Athugið að það er áætlun og miðast við fjölda þátttakenda í hverjum flokki 2015. Verði mikil breyting á milli flokka gæti þessi áætlun breyst, en endanleg niðurröðun verður ljós föstudaginn 1. júlí.