Nú fer hver að verða síðastur því skráningu í jónsmessuna lýkur í kvöld. Hægt er að skrá sig á töflunni úti í skála eða með því að hringja í síma 561-1930. Nú þegar eru hátt í 60 þátttakendur skráðir þannig að þetta verður bara stuð og stemning í góðu veðri og náttúrulega frábærum félagsskap. Það eru því allir félagsmenn hvattir til þess að skrá sig sem fyrst.
Hið bráðskemmtilega Jónsmessumót verður haldið föstudaginn 23. júní nk. Í þessu móti er það hvorki getan né metnaðurinn sem ræður ríkjum heldur er það gleðin og góða skapið því þetta er bara gaman. Ræst verður út af öllum teigum kl. 19.00 og verður happy-hour í veitingasölunni frá klukkan 17.30.
Leikið verður eftir texas-scramble fyrirkomulagi á léttu nótunum þar sem margt verður brallað, m.a. afbrigðilegar holustaðsetningar, nándarverðlaun á 9. braut, lukku-púttholan og margt, margt fleira.
Að sjálfsögðu verður búningakeppni eins og venjulega og þemað í ár er: hvítt, blátt og rautt í tilefni af þátttöku Íslenska kvennalandsliðsins í Knattspyrnu á EM í Frakklandi
Að móti loknu verður svo standandi veisluhlaðborð að hætti Hafsteins og félaga ásamt verðulaunaafhendingu.
MÓTANEFND DREGUR SAMAN Í LIÐ.
Skráning er hafin á töflunni úti í golfskála – einnig hægt að hringja í síma 561-1930. Skráningu lýkur á fimmtudaginn kl. 18.00
VINSAMLEGAST SKRÁIÐ YKKUR TÍMANLEGA OG MÆTIÐ EIGI SÍÐAR EN HÁLFTÍMA FYRIR LEIK TIL AÐ AUÐVELDA ALLA VINNU MÓTANEFNDAR.
Aldurstakmark í Jónsmessumótið og mat er 20 ára
Mót og matur = kr. 4.500
Aðeins mót = kr. 2.000
Aðeins matur = kr. 3.500