Skráningu á KICK-OFF kvöldið lýkur á morgun

Nesklúbburinn

Kæru NK konur,

Á morgun, mánudaginn 7. maí lýkur skráningu á KICK-OFF kvöld NK kvenna.  Nú þegar eru yfir 50 konur skráðar þannig að það stefnir í frábært kvöld. Skráning fer fram á golf.is og lýkur stundvíslega kl.18.00 á morgun.

Dagskráin er annars eftirfarandi:

Þriðjudaginn 8. maí kl. 18.00 ætlum við að hafa okkar árlega KICK-OFF kvöld sem haldið verður í golfskálanum. 

Ætlunin er að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð.  Fara yfir mót sumarsins sem kvennanefndin stendur fyrir ásamt því að renna létt yfir reglur vallarins og þær breytingar sem átt hafa sér stað á honum í vetur.

Púttdrottning vetrarins verður krýnd og óvæntur glaðningur. Boðið verður upp á tískusýningu frá Golf Company þar sem við fáum að kynnast því nýjasta í golftískunni ásamt ýmsu öðru skemmtilegu 

Við viljum með þessu bjóða ykkur NK-konum upp á að styrkja tengslin og sameinast um kröftugt spilasumar.

Sérstaklega viljum við bjóða nýjar félagskonur velkomnar en þetta kvöld er tilvalið til þess að kynnast og sjá hvað hið öfluga kvennastarf klúbbsins hefur upp á að bjóða.

Verð aðeins kr. 3.000 og er matur innifalinn í verði.

Skráning er hafin golf.is eða í síma 561-1930.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar 

Bestu kveðjur,

Kvennanefndin
Fjóla, Bryndís og Elsa