Skráningu í Meistaramótið lýkur á morgun

Nesklúbburinn

Skráning í 51. Meistaramót Nesklúbbsins stendur nú yfir í möppunni góðu sem staðsett er í golfskálanum og hafa nú þegar þetta er skrifað rúmlega 150 manns skráð sig.  Veðurguðirnir virðast ætla að leika við þátttakendur mótsins þar sem langtímaspáin er ákaflega góð ef marka má norsku veðurspánna yr.no.  Skráningu lýkur kl. 22.00 á morgun, fimmtudaginn 2. júlí.  Það er því um að gera að hafa hraðar hendur og skrá sig sem fyrst.