Nú hefur veðrið verið með besta móti undanfarið og hafa sífellt fleiri félagsmenn lagt leið sína út á golfvöll. Nesvöllurinn er mjög viðkvæmur núna og eru nokkur atriði sem er gríðarlega mikilvægt að hafa í huga þar til völlurinn opnar þann 4. maí
* Það er LOKAÐ fyrir alla aðra en félagsmenn
* Sláum ekki af brautunum heldur færum boltann stystu leið út í kargann (röffið)
* Það er með öllu óheimilt að slá af teigum og inn á flatirnar
* setjum torfunepla í kylfufarið
Sameinumst um að fylgja þessu fram að opnun og þá verður völlurinn okkar miklu betri í sumar fyrir vikið.