Staðan í lok fyrsta dags

Nesklúbburinn

Meistaramót Nesklúbbsins, það 49. í röðinni, hófst í blíðskaparveðri klukkan sjö í morgun, laugardaginn 30. júní. Sjö flokkar hófu leik í dag, 2. og 3. flokkur kvenna, 3. og 4. flokkur karla og þrír öldungaflokkar. Góð tilþrif og flott skor sáust víða í dag og ljóst að spennandi keppni er framundan næstu daga. Veðurguðirnir voru keppendum hliðhollir og vonandi að veðurblíðan haldi áfram út vikuna.

Staða efstu keppenda er birt hér að neðan og verður uppfærð hér á nkgolf.is á meðan meistaramóti stendur. Einnig má nálgast stöðu allra keppenda og allra flokka á golf.is.


4. flokkur karla

Í 4. flokki karla er leikin punktakeppni og sáust ágætis skor hjá mönnum í dag. Hér að neðan má sjá stöðu efstu manna að loknum fyrsta degi:

1. Björgvin Schram                           37 punktar
2. Eggert Benedikt Guðmundsson      35 punktar
3.-4. Lárus Guðmundsson                 32 punktar
3.-4. Pétur Ívarsson                         32 punktar

3. flokkur karla

Kylfingar í 3. flokki karla áttu margir hverjir mjög góðan dag og þeir sem verma efstu sætin léku langt undir forgjöf. Efstur eftir daginn er Jón Ingvar Jónasson sem lék á 83 höggum, frábær hringur hjá Jóni sem skilaði honum 43 punktum. Sjá nánari stöðu hér að neðan:

1. Jón Ingvar Jónasson            83 högg
2. Árni Indriðason                    86 högg
3. Jóakim Þór Gunnarsson        87 högg
4. Sverrir Davíðsson                 89 högg
5. Friðþjófur A Árnason             90 högg


2. flokkur kvenna

Góð skor sáust einnig í 2. flokki kvenna og ljóst að þær sem eru í efstu sætunum lækkuðu forgjöf sína talsvert í dag. Jónína Lýðsdóttir er með fimm högga forskot eftir fyrsta dag en stutt er í næstu sæti þar sem staðan er mjög jöfn. Sjá stöðu efstu kvenna hér að neðan:

1. Jónína Lýðsdóttir                  91 högg
2. Guðný Helgadóttir                96 högg
3. Guðrún Valdimarsdóttir         98 högg
4. Hulda Bjarnadóttir                99 högg
5. Bjargey Aðalsteinsdóttir       100 högg

 
3. flokkur kvenna

Í 3. flokki kvenna er spiluð punktakeppni líkt og í 4. flokki karla og hefur sú nýbreytni mælst nokkuð vel fyrir. Sjá stöðu efstu kvenna her að neðan:

1. Karitas Kjartansdóttir              34 punktar
2. Fjóla Guðrún Friðriksdótti         31 punktur
3. Unnur Halldórsdóttir               27 punktar
4. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir         21 punktur

 
Karlar 55 – 69 ára

Staðan í flokki 55-69 ára karla er jöfn og ljóst að hörð barátta er framundan um efstu sætin. Arngrímur Benjamínsson leiðir á 76 höggum, landsliðsmaðurinn Eggert Eggertsson er þremur höggum á eftir Arngrími og Þorkell Helgason er þriðji á 81 höggi. Staða efstu manna:

1. Arngrímur Benjamínsson        76 högg
2. Eggert Eggertsson                 79 högg
3. Þorkell Helgason                   81 högg
4. Jóhann Reynisson                 82 högg
5. Ragnar Ómar Steinarsson      84 högg

 
Karlar 70 ára +

Staðan í flokki 70 ára og eldri er mjög jöfn og ljóst að keppni þar verður mjög spennandi.
Kjartan L Pálsson leiðir með einu höggi og eitt högg skilur einnig að annað og þriðja sætið.

1. Kjartan Lárus Pálsson         85 högg
2. Jón Hallgrímsson               86 högg
3. Walter Lúðvík Lentz           87 högg
4. Haraldur Kristjánsson         88 högg
5. Ólafur A Ólafsson              93 högg

 
Öldungaflokkur kvenna

Kristín Jónsdóttir leiðir Öldungaflokk kvenna að loknum fyrsta degi, Kristín spilaði á 97 höggum og hefur fimm högga forskot á Rannveigu Laxdal Agnarsdóttur.

1. Kristín Jónsdóttir                         97 högg
2. Rannveig Laxdal Agnarsdóttir     102 högg
3. Bára Guðmundsdóttir                 107 högg