Styrktarmót krakka og unglinga verður haldið annan í Hvítasunnu, mánudaginn 28. maí nk. Mótið er opið öllum kylfingum og verða veitt verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor og hinum ýmsu aukaverðlaunum. Þátttökugjald er aðeins kr. 3.500 og rennur allur ágóði mótsins til unglingastarfs klúbbsins. Skráning er hafin á golf.is