Styrktarmót unglinga í dag – úrslit

Nesklúbburinn

Styrktarmót unglinga var haldið á Nesvellinum í dag.  Um er að ræða opið mót sem haldið var í samstarfi við NESSKIP og rennur allur ágóði af mótinu til unglingastarfs klúbbsins.  Mjög gott veður var framan af degi, sólin skein og hægur vindur að norðan, en eftir hádegi snérist vindáttin og bætti töluvert í úr suðaustri og kólnaði talsvert í leiðinni.  Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt verðlaunum fyrir besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Svo skemmtilega vildi til að í punktakeppninni voru hjón í tveimur efstu sætunum.  Þau Magndís Sigurðardóttir og Kjartan Steinsson áttu bæði frábæran dag og eftir æsispennandi keppni þeirra á milli hafði Magndís á endanum sigur með 42 punkta.  Kjartan endaði í öðru sæti með 40 punkta, sama punktafjölda og Lárus Gunnarsson sem endaði í 3. sæti. Besta skor dagsins átti Jón Hilmar Kristjánsson úr GM en hann lék holurnar 18 á 72 höggum.  Annars voru helstu úrslit eftirfarandi:

PUNKTAKEPPNI:

1. sæti: Magndís Sigurðardóttir, NK – 42 punktar
2. sæti: Kjartan Steinsson, NK – 40 punktar
3. sæti: Lárus Gunnarsson, NK – 40 punktar

BESTA SKOR: Jón Hilmar Kristjánsson, GM – 72 högg

NÁNDARVERÐLAUN:

2./11. braut: Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 2,82 metrar frá holu
5./14. braut: Hallur Dan Johansen, NK – 1,81 meter frá holu