Hið árlega styrktarmót unglinga sem ávallt er haldið í samstarfi við NESSKIP var haldið á Nesvellinum í dag. tæplega 70 þátttakendur voru skráðir til leiks þar sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaun á par 3 brautum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti: Ólafur Johnson, NK – 41 punktur
2. sæti: Björn Ragnar Björnsson, GÚ – 40 punktar
3. sæti: Þorri Björn Gunnarsson, GKG – 40 punktar
25. sæti: Hlynur Jóhannsson, GSG
Besta skor: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR – 66 högg
Nándarverðlaun:
2./11. braut: Björn Ragnar Björnsson, GÚ – 1,81 metra frá holu
5./14. braut: Hlynur Jóhannsson, GSG – 1,94 metra frá holu
Verðlauna má vitja á skrifstofu Nesklúbbsins