Styrktarmót unglinga – Nesskip mótið haldið í dag

Nesklúbburinn

Hið árlega Styrktarmót unglinga sem haldið er í samstarfi við NESSKIP var haldið í blíðskaparveðri á Nesvellinum í dag.  það voru 108 kylfingar sem öttu kappi en gríðarlega mikil aðsókn var í mótið og komust mun færri að en vildu.  Allur ágóði mótsins er til styrktar unglingastarfi klúbbsins.  Veðrið bauð svo sannarlega upp á góðar tölur á skorkortum dagsins og varð raunin sú.  Það voru í heildina 12 kylfingar sem lækkuðu í forgjöf en best stóð sig Matthildur María Rafnsdóttir sem átti sannkallaðan draumahring og fékk 48 punkta.  Veitt voru verðlaun í mótinu fyrir efstu þrjú sætin í punktakeppni, 15. og 25. sæti í punktakeppni ásamt besta skori og nándarverðlaunum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi:

Punktakeppni:

1. sæti – Matthildur María Rafnsdóttir, NK – 48 punktar
2. sæti – Valdimar Finnsson, GKG – 43 punktar
3. sæti – Sindri Friðriksson, NK – 43 punktar

15. sæti – Hólmsteinn Björnsson, NK
25. sæti – Gunnar Geir Baldursson, NK

Höggleikur

1. sæti – Ólafur Björn Loftsson, NK – 71 högg

Nándarverðlaun

2./11. hola – Steinunn Svansdóttir – 58 cm. frá hol
5./14. hola – Steindór Hilmarsson – 1,90m frá holu

Nánari úrslit má sjá hér.