Svona ætlum við að auka leikhraða á Nesvellinum

Nesklúbburinn

Ágætu klúbbfélagar

Á næstu vikum mun klúbburinn halda kynningarfundi þar sem kynntar verða fyrir klúbbfélögum, nýjum sem gömlum, þær aðferðir sem við ætlum að beita til að auka leikhraða á Nesvellinum til muna. Samhliða því verða teknar upp nokkrar nýjar staðarreglur sem munu ýta undir þá aukningu á leikhraða sem við stefnum að. Stefnt er að því að halda þrjá fundi og eru ALLIR klúbbfélagar hvattir til að mæta og kynna sér nýja staðarhætti og staðarreglur.

Fundirnir þrír verða haldnir á eftirfarandi tímum:

5. mars
16. mars
26. mars

Fundirnir munu fara fram í klúbbhúsinu og hefjast þeir stundvíslega kl. 19:30.

Við hlökkum til að sjá sem flesta!

Kær kveðja,
Stjórnin