Texas Scramble mótið – úrslit

Nesklúbburinn

Texas-scramble innanfélagsmótið fór fram á Nesvellinum í blíðskaparveðri í dag.  Fimmtíu og tveir kylfingar tóku þátt í mótinu og komust því miður færri að en vildu.  Tveir og tveir voru saman í liði og var lögð var saman vallarforgjöf leikmanna og deilt í hana með fimm til þess að fá forgjöf liðanna.  Lið gátu ekki fengið hærri forgjöf en vallarforgjöf lægri leikmanns í hverju liði.  Veðrið hafði góð áhrif á kylfinga og sáust mjög góð skor inn á milli.  Steinn Baugur Gunnarsson og Ragna Björg Ingólfsdóttir léku best allra ásamt Nökkva Gunnarssyni og Ellen Rut Gunnarsdóttur á 64 höggum.  Með forgjöf sigruðu Steinn og Ragna á 63 höggum nettó.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

1. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson og Ragna Björg Ingólfsdóttir – 63 högg nettó
2. sæti – Jóhann Valur Tómasson og Róbert Vinsent Tómasson – 64 högg nettó
3. sæti – Gunnar Gíslason og Lárus Gunnarsson – 66 högg nettó

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Sigrún Fjeldsted – 69cm frá holu
5./14 hola – Nökkvi Gunnarsson – 2,65 metra frá holu