Það verður 9 holu innanfélagsmót á laugardaginn…

Nesklúbburinn

INNANFÉLAGSMÓT LAUGARDAGINN 22. ÁGÚST

Eins og fram kemur í mótaskrá klúbbsins átti að vera innanfélagsmót þar sem ræst yrði út af öllum teigum kl. 14.00.  Til að forðast hópamyndanir hefur því móti verið aflýst en í staðinn ætlum við að hafa 9 holu mót fyrir þá sem vilja með eftirfarandi fyrirkomulagi. 

Skráning:

 • Til að skrá sig í mótið þarf bara að skrá sig á rástíma eins og á venjulegum degi – ath. Það þarf ekki að skrá sig rafrænt í gegnum mótaskránna frekar en fólk vill.
 • Þegar mætt er þarf að láta vita á skrifstofu/veitingasölu að þið viljið taka þátt – það er öllum frjálst og það má alveg spila án þess að taka þátt.
 • Nauðsynlegt er að tilkynna þáttöku áður en leikur hefst – ekki eftirá.
 • Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn Nesklúbbsins

Leikfyrirkomulag:

 •  9 holu punktakeppni.
 • Hámarksforgjöf gefin í mótinu er 28 (ath. það geta allir með hærri forgjöf líka tekið þátt en fá þá bara 28 í mótinu sjálfu).
 • Veitt verða verðlaun fyrir 5 efstu sætin

Verðlaun:

 1. Sæti: 10 þúsund kr. gjafabréf hjá NTC + 10 þús. gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
 2. Sæti: 10 þúsund kr. gjafabréf hjá NTC + 5 þús. kr. Gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
 3. Sæti: 10 þúsund kr. gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
 4. Sæti: 5 þúsund kr. gjafabréf í veitingasölu Nesklúbbsins
 5. Sæti: 18 holu hringur fyrir tvo á Nesvellinum

15. sæti: 9 holu hringur fyrir tvo á Nesvellinum

25. sæti: 9 holu hringur fyrir tvo á Nesvellinum 

Dreginn verður einn vinningur úr skortum: 9 holu hringur fyrir tvo á Nesvellinum

Síðasti mögulegi rástími í mótið er kl. 20.00

ATH: Það verður engin verðlaunaafhending vegna Covid – skor verða sett inn í Golfbox eftirá og verða úrslit birt mánudaginn 24. ágúst.  

Þátttökugjald kr. 2.000.-