Þegar líða fer að jólum….

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn,

Nú styttist því miður heldur betur í hinn endann á þessu frábæra golftímabili.  Haustlægðirnar eru að láta sjá sig, farið er að dimma alltof snemma og golfvöllurinn okkar er hægt og rólega að undirbúa sig fyrir veturinn.  Það eru því margir félagsmenn velta fyrir sér hvað er framundan og því ekki úr vegi að fara yfir nokkur atriði:

* Völlurinn verður opinn eins lengi og mögulegt er.  Eins og Stuart vallarstjóri kom inn á í pistli sínum um daginn (sjá hér) að þá verður lokað ef hann metur sem svo til þess að passa upp á völlinn.  En á meðan opið er fyrir rástíma á golfbox að þá er völlurinn opinn.  Hafa skal í huga að frá og með
1. október er eingöngu opið fyrir félagsmenn.

* Veitingasalan og skálinn er opinn fram yfir Bændaglímu sem er laugardagurinn 27. september.  Ef þú átt ennþá inneign í veitingasölunni að þá hefurðu bara þessa daga fram að Bændaglímu til þess að nýta hana.  Ef hún er ekki nýtt fyrir þann tíma að þá rennur hún út þannig að hafðu vaðið fyrir neðan þig og nýttu hana sem fyrst.  Hafa skal í huga að ef að það er vont veður og lítið um rástímabókanir að þá má vera að við lokum fyrr þann daginn.  Þannig að þú skalt fylgjast með á golfbox og til öryggis geturðu alltaf hringt til að ganga úr skugga um að það sé örugglega opið svo þú komir ekki fýluferð.

Eftir 27. september má vel vera að það verði takmörkuð opnun á góðviðris dögum – það verður allavegana alltaf opið inn á salerni þar til annað verður tilkynnt.

*Boltavélin verður opin eins lengi og mögulegt er – það verður allt auglýst hér á síðunni þegar við fyrirhugum að loka, þangað til er opið.

* Í fyrra var Meistaramótinu í betri bolta skeytt saman við Bændaglímuna og heppnaðist það ofsalega vel.  Það verður gert aftur þetta árið og verður Bændaglíman nú haldin laugardaginn 27. september.  Kynntu þér málið – Skráning og allar upplýsingar eru á Golfbox (smella hér)

* Að sjálfsögðu verður svo opið í glæsilegu inniaðstöðu klúbbsins á Nesvöllum í vetur.  Við auglýstum frábær tilboð fyrir ykkur félagsmenn um daginn (sjá hér).  Að fara í golfhermi er góð skemmtun og hvort sem er til leiks eða æfinga að þá er þarna aðstaða á heimsmælikvarða sem þér sem félagsmanni gefst kostur nýta þér að vild á verðum sem hvergi sjást – kynntu þér málið og pantaðu tímanlega.  Ef einhverjar spurningar – sendu fyrirspurn á netfangið: nesvellir@nkgolf.is

Með golfkveðju,
Vallarnefnd, Húsnefnd, Mótanefnd og bara allar hinar nefndirnar líka (nema reyndar forgjafarnefnd – hún hefur ekkert með þessa tilkynningu að gera)