Til hamingju með daginn Golfklúbbur Ness – 50 ára í dag

Nesklúbburinn

Til hamingju með daginn,

Þann 4. apríl árið 1964 stofnuðu þeir Pétur Björnsson og Ragnar Jón Jónsson Golfklúbb Ness og er klúbburinn því 50 ára í dag.  Í tilefni dagsins verður félagsmönnum og velunnurum boðið til fagnaðar í golfskálanum í dag á milli kl. 17.00 og 19.00.