Tilboð í golfherminn í október og nóvember

Nesklúbburinn

Eins og fram hefur komið er búið að opna RISIÐ, inniaðstöðu Nesklúbbsins.  Í október og nóvember verður boðið upp á 50% afslátt fyrir NK-félaga og klukkustundin í golfherminum því á aðeins kr. 2.000.  Í golfherminum er hægt er að spila marga af frægustu golfvöllum í heimi við frábærar aðstæður.

Nánari upplýsingar má nálgast á nkgolf.is eða hjá Hjalta í síma 561-1910.