Tillögur stjórnar til aðalfundar um breytingar á lögum félagsins.

Nesklúbburinn

 

Tillögur stjórnar til aðalfundar Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins haldinn 29. nóvember 2017 um breytingar á lögum félagsins

I          Greinargerð:

Samkvæmt gildandi lögum er stjórn félagsins skipuð fimm mönnum.  Jafnframt eru kjörnir tveir varamenn sem taka eiga sæti aðalmanna ef þeir eru forfallaðir.  Samkvæmt 9. gr. laganna mega varamenn sitja og hafa þar tillögurétt og málfrelsi, en atkvæðisrétt hafa þeir aðeins í forföllum varamanna.  Um árabil hafa varamenn verið boðaðir á alla stjórnarfundi og tekið þátt í störfum stjórnarinnar eins og aðrir stjórnarmenn.  Þykir því stjórninni rétt að fjölga stjórnarmönnum í sjö og fella niður þetta fyrirkomulag um varamenn.  Það kallar á nokkrar breytingar á samþykktum, þ.m.t. að gera verður ráð fyrir þeim möguleika að tillaga á stjórnarfundi geti fengið jafnmörg atkvæði með og á móti.  Í slíkum tilfellum ræður atkvæði formannsins skv. neðangreindum tillögum til breytinga.  Þá er bætt við breytingatillögu að því er varaðar boðun stjórnarfunda og færslu fundargerða.

Þar sem framboð til stjórnar þurfa að berast tveimur vikum fyrir aðalfund er ekki unnt að láta þessa breytingu taka gildi fyrr en á aðalfundi 2018.  Ákvæði til bráðabirgða kveður á um það á aðalfundi 2018 skulu kosnir fjórir stjórnarmenn og skal sá sem fæst atkvæði fær af þeim stjórnarmönnum sem ná kjöri kosinn til eins árs.  Þar eftir eru kjörnir þrír stjórnmenn til tveggja ára í senn.  Kjörtímabil formanns er sem fyrr til eins árs í senn.

II.        Breytingatillögur:

a)      Gerð er tillaga til breytinga á 1. mgr. 9. gr. laganna þannig að stjórnarmönnum er fjölgað í sjö og ákvæði er varða varamenn eru felld út.  Breytingar eru sýndar hér að neðan og jafnframt 1. mgr. 

 

  1. 1.       mgr. 9. greinar breytingar

Kjörgengir til stjórnarstarfa eru lögráða félagsmenn.  Stjórn félagsins skal skipuð fimm sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi.  Fjórir Sex stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn, tveir þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.  Jafnframt skal kjósa tvo varamenn til eins árs í senn sem kvaddir verði til í forföllum stjórnarmanna og þá í þeirri röð sem þeir voru tilnefndir við kjör eða kosnir.  Varamenn mega sitja stjórnarfundi í félaginu og hafa þar málsfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa þeir aðeins í forföllum aðalsmanns.  Tveir skoðunarmenn reikninga eru kosnir saman til eins árs í senn.  Formann, stjórnarmenn, varamenn og skoðunarmenn má endurkjósa.  Kosning skal vera skrifleg komi fram ósk þar að lútandi.

  1. 1.       mgr. 9. greinar svo breytt

Kjörgengir til stjórnarstarfa eru lögráða félagsmenn.  Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum sem kosnir eru á aðalfundi.  Sex stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn, þrír í hvert sinn, en formann félagsins skal kjósa sérstaklega til eins árs í senn.  Tveir skoðunarmenn reikninga eru kosnir saman til eins árs í senn.  Formann, stjórnarmenn, varamenn og skoðunarmenn má endurkjósa.  Kosning skal vera skrifleg komi fram ósk þar að lútandi.

b)      Gerð breytingatillaga um að núverandi 10. gr. sem varðar þau tilvik að stjórnarmaður láti af störfum verð felld út.  Þar sem varamönnum er ekki til að dreifa þá tekur enginn sæti í stað fráfarandi stjórnarmanns.  Lagt er til að núverandi 2. mgr. 11. gr. verði 1. mgr. 10. gr. og að ný 2. mgr. um boðun stjórnarfunda, ákvörðunarbærni stjórnar, atkvæðagreiðslur og fundargerðir stjórnarfunda.

10. grein

Láti stjórnarmaður af störfum eða þurfi af einhverjum orsökum að hætta í aðalstjórn klúbbsins skal sá varamaður sem fyrr var til nefndur eða kosinn á aðalfundi taka hans sæti til loka kjörtíma þess sem forfallast.

  1. 1.       og 2. mgr. 10. greinar svo breytt

Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félags og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.

Formaður félagsins boðar til stjórnarfunda með minnst sólarhrings fyrirvara.  Stjórnarfundur er ákvörðunarbær þegar meirihluti stjórnarmanna tekur þátt í fundarstörfum. Mikilvæga ákvörðun má þó ekki taka án þess að allir stjórnarmenn hafi haft tök á því að fjalla um málið, sé þess kostur. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formannsins. Fundargerð skal send stjórnarmönnum svo fljótt sem verða má og samþykkt á næsta fundi stjórnarinnar.

c)    Gerð er breytingatillaga um að 2. mgr. sé felld út og gerð að 1. mgr. 10. greinar.  Þá er meðstjórnendum fjölgað í úr einum í þrjá.

11. grein

Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér störfum þannig að einn skal vera varaformaður, einn ritari, einn gjaldkeri og  þrír meðstjórnandiur. meðstjórnendur. 

Formaður félagsins er aðalforsvarsmaður þess og kemur hann fram fyrir hönd félags og stjórnar þegar við á, auk þess sem hann stýrir stjórnarfundum og sinnir öðrum þeim verkefnum sem stjórnin kann að fela honum og lög heimila.

III.      Ákvæði til bráðabirgða:

Þar sem verið er að fjölga stjórnarmönnum úr fimm í sjö og gert ráð fyrir að aðrir en formaður séu kjörnir til tveggja ára í senn er nauðsynlegt að setja inn bráðabirgðaákvæði sem fellur niður að loknum aðalfundi 2018.  Tillaga er gerð um það að ákvæðinu verði fundinn staður á eftir 22. gr. svohljóðandi:

Ákvæði til bráðabirgða:

„Á aðalfundi 2018 skulu kosnir fjórir stjórnarmenn og skal sá sem fæst atkvæði fær af þeim stjórnarmönnum sem ná kjöri kosinn til eins árs, en hinir þrír til tveggja ára.

Ákvæði þetta fellur úr gildi að loknum aðalfundi árið 2018.“