Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag. Þetta var í 29. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Minningarsjóði Bryndísar Klöru. Sigurvegari mótsins varð að lokum Tómas Eiríksson Hjaltested úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir æsispennandi lokaholu þar sem hann sigraði Aron Snæ með því að setja niður um 5 metra pútt fyrir fugli. Mótið er eins og áður sagði fyrst og fremst góðgerðarmót og afhentu þeir Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og Jóhann Möller frá Arion banka þeim Birki Karli Óskarssyni og Iðunni Eiríksdóttur, foreldrum Bryndísar Klöru, ávísun að upphæð kr. 1.000.000.-
Úrslit urðu annars eftirfarandi:
- sæti: Tómas Eiríksson Hjaltested
- sæti: Aron Snær Júlíusson
- sæti: Hulda Clara Gestsdóttir
- sæti: Axel Bóasson
- sæti: Haraldur Franklín Magnús
- sæti: Perla Sól Sigurbrandsdóttir
- sæti: Guðrún Brá Björgvinsdóttir
- sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir
- sæti: Heiðar Steinn Gíslason
- sæti: Gunnlaugur Árni Sveinsson