Úrslit í Byko mótinu í dag

Nesklúbburinn

Fyrsta alvöru mót sumarsins á Nesvellinum fór fram í dag þegar BYKO vormótið var haldið.  Það má segja að hugtakið „skiptust á skin og skúrir“ hafi átt vel við því nánast allar tegundir veðurs gerðu vart við sig á meðan mótinu stóð.  Það voru sextíu og átta kylfingar sem skráðu sig til leiks.  Óvenju mikið var umforföll en á móti bættust líka við nýir keppendur þegar leið á daginn.  Fyrirkomulag mótsins var punktakeppni með forgjöf og var það Þorsteinn Þorsteinsson sem lék sinn besta hring í móti hingað til sem náði bestum árangri en hann lék á 81 höggi og fékk 43 punkta.  Nökkvi Gunnarsson átti besta skor dagsins en hann lék á 71 höggi.  Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni ásamt besta skori dagsins án forgjafar og voru helstu úrslit eftirfarandi:

Punktakeppni:

1. sæti – Þorsteinn Þorsteinsson, 43 punktar
2. sæti – Ellen Rut Gunnarsdóttir, 41 punktur
3. sæti – Hörður Felix Harðarson, 39 punktar
4. sæti – Örn Baldursson, 38 punktar
5. sæti – Steinn Baugur Gunnarsson, 37 punktar

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 71 högg

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Kristín Erna Gísladóttir, 1,34 metra frá holu
5./14. hola – Sverrir Þór Sverrisson, 1,47 metra frá holu

Önnur úrslit mótsins má sjá með því að smella hér.