Úrslit í ECCO forkeppninni

Nesklúbburinn

ECCO forkeppnin fór fram á Nesvellinum í dag.  ECCO mótið er innanfélagsmót og er eins og venjulega sjálfstætt mót en um leið forkeppni fyrir bæði bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag.

Það komust færri að en vildu í mótið í dag og aðstæður heilt yfir mjög góðar til golfleiks.  Þrír kylfingar voru jafnir í keppni með forgjöf á 68 höggum nettó og eftir útreikninga varð í fyrsta sæti Þuríður Halldórsdóttir. Sigurvegari í höggleik án forgjafar varð Guðmundur Örn Árnason, en hann lék á einu höggi undir pari vallarins eða 71 höggi.   

Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur án forgjafar:

1. sæti – Guðmundur Örn Árnason, 71 högg
2. sæti – Gauti Grétarsson, 72 högg
3. sæti – Guðjón Frímann Guðjónsson, 73 högg

Höggleikur með forgjöf:

1. sæti – Þuríður Halldórsdóttir, 68 högg
2. sæti – Örn Baldursson, 68, högg
3. sæti – Gunnar Gíslason, 68 högg högg

Nándarverðlaun:

2./11. braut – Eiður Ísak Broddason, 1,05 metra frá holu
5./14. braut – Sigríður Hafberg, 97cm frá holu 

Niðurröðun fyrir holukeppnirnar verður tilbúin á mánudaginn