Hjóna- og parakeppni Nesklúbbsins og NTC fór fram á laugardaginn. Miklu var tjaldað til í þessu glæsilega móti sem nú var haldið með nýju fyrirkomulagi. Þannig taldi betri bolti fyrri níu holurnar og svo var leikið eftir greensome fyrirkomulagi seinni 9 holurnar. NTC var með útsölu á J. Lindeberg fatalínunni á pallinum allan daginn og í mótslok var svo boðið upp á mat og verðlaunaafhendingu þar sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin ásamt aukaverðlaunum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1. sæti: Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Sigurður Nordal – 47 punktar
2. sæti: Bjargey Aðalsteinsdóttir og Þorsteinn Guðjónsson – 47 punktar
3. sæti: Margrét Hlöðversdóttir og Jón Garðar Guðmundsson – 45 punktar
Aukaverðlaun:
2. braut, næstur holu: Sigþór Einarsson, 2.03 metrar frá holu
5. braut, næstur holu: Karitas Kjartansdóttir, 6,14 metrar frá holu
6. braut, nákvæmasta upphafshögg: Guðrún B. Vilhjálmsdóttir
8. braut, næstur holu í tveimur: Bjargey Aðalsteinsdóttir, 45cm frá holu.