Úrslit í Öldungabikarnum

Nesklúbburinn

Úrslit í öldungabikarnum réðust í gærkvöldi þegar leiknar voru tvær síðustu umferðirnar. Öldungabikarinn er nýtt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur og voru leiknar eftir holukeppnisfyrirkomulagi og var leikið eftir Monrad kerfi sem sennilega er betur þekkt í skák- eða bridge heiminum.  Keppendum var upphaflega raðað upp eftir forgjöf og síðan spiluðu allir þátttakendur 6 umferðir og reyndu að safna sem flestum vinningum.  Mótið og fyrirkomulagið vakti mikla lukku á meðal þátttakenda og ljóst að það verður endurtekið á næsta ári.

Gunnlaugur Jóhannsson sigraði mótið en hann hlaut 5 vinninga af 6 mögulegum eins og Gísli Birgisson. Gunnlaugur sigraði eftir útreikninga samkvæmt reglum mótsins og er því Öldungabikarmeistari Nesklúbbsins 2016.  

Einnig voru veitt verðlaun fyrir hástökkvara mótsins en það er sá kylfingur sem hækkaði sig um flest sæti frá uppröðun á fyrsta degi þar til að yfir lauk.  Ólafur Benediktsson var hástökkvari mótsins en hann byrjaði í 25. sæti og endaði í því 7. og hækkaði sig því um 18 sæti í umferðunum 6.

Úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi:

1. Gunnlaugur Jóhannsson – 5 vinningar
2. Gísli Birgisson – 5 vinningar
3. Árni Guðmundsson – 4,5 vinningar
4. Friðþjófur Helgason – 4 vinningar
5. Sævar Egilsson – 4 vinningar
6. Jónas Hjartarson – 4 vinningar
7. Ólafur Benediktsson – 4 vinningar
8. Hinrik Þráinsson – 4 vinningar
9. Halldór Bragason – 4 vinningar
10. Eggert Eggertsson – 4 vinningar
11. Arnar Friðriksson – 4 vinningar
12. Gunnar Bjarnason – 3 vinningar
13. Helgi Rafvirki – 3 vinningar
14. Þyrí Valdimarsdóttir – 3 vinningar
15. Baldur Þór Gunnarsson – 3 vinningar
16. Erla Pétursdóttir – 3 vinningar
17. Heiðar Rafn Harðarson – 3 vinningar
18. Gunnar Lúðvíksson – 3 vinningar
19. Guðjón Vilbergsson – 3 vinningar
20. Þráinn Rósmundsson – 3 vinningar
21. Friðþjófur Jóhannesson – 2,5 vinningar
22. Gunnar Örn Gunnarsson – 2,5 vinningar
23. Jón Ólafur Ísberg – 2 vinningar
24. Bjarni Hauksson – 2 vinningar
25. Hörður R. Harðarson – 2 vinningar
26. Þuríður Halldórsdóttir – 2 vinningar
27. Sigurður Ásgrímsson – 0,5 vinningar
28. Kristinn Guðmundsson – 0,5 vinningar