Opna FORVAL kvennamótið fór fram á Nesvellinum í gær. Rúmlega 91 kona voru skráðar til keppni og þrátt fyrir að veðrið hafi verið í verri kantinum voru 85 dugmiklar konur sem luku leik. Mótið var í alla staði hið glæsilegasta. Keppt var eftir punktafyrirkomulagi þar sem konunum var skipt upp eftir forgjöf í þrjá flokka og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Þá voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum og fyrir lengsta upphafshögg á fyrstu holu. Í mótslok var borðhald fyrir þær sem vildu og stórglæsileg verðlaunaafhending þar sem m.a. var dregið úr tugum skorkorta og gengu allar konur út með vinning. Helstu úrslit í mótinu urðu annars eftirfarandi:
NÁNDARVERÐLAUN:
2./11. HOLA: HELLA WILLIG, GR – 2,01 METRA FRÁ HOLU
5./14. HOLA: SYLVÍA B. GÚSTAFSDÓTTIR, GR – 3,60 METRA FRÁ HOLU
FORGJAFARFLOKKUR III
1. SÆTI: ELÍSABET JÓNSDÓTTIR, GR – 39 PUNKTAR
2. SÆTI: ÁSTA BJARNADÓTTIR, GO – 37 PUNKTAR
3. SÆTI: KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR, NK – 37 PUNKTAR
FORGJAFARFLOKKUR II
1. SÆTI: RAGNHILDUR GOTTSKÁLKSDÓTTIR, NK – 40 PUNKTAR
2. SÆTI: LILJA ELÍSABET GARÐARSDÓTTIR, GO – 38 PUNKTAR
3. SÆTI: FREYJA SVEINSDÓTTIR, GKG – 37 PUNKTAR
FORGJAFARFLOKKUR I
1. SÆTI: HELGA KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR, NK – 39 PUNKTAR
2. SÆTI: SIGRÚN EDDA JÓNSDÓTTIR, NK – 37 PUNKTAR
3. SÆTI: HULDA HALLGRÍMSDÓTTIR, GO – 36 PUNKTAR