Þriðja púttmót vetrarins var haldið síðastliðinn sunnudag í Risinu á Eiðistorgi og var fínasta mæting á meðal félagsmanna. Leiknar voru 18 holur og veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin eins og venjulega. Þar sem að það var „tveir fyrir einn“, þ.e. allir fengu að leika tvo hringi voru einnig veitt aukaverðlaun fyrir besta skor sameiginlegt.
1. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson – 26 högg
2. sæti: Hörður Felix Harðarson – 29 högg
3. sæti: Guðjón Davíðsson – 30 högg
Sameiginlegt (36 holur): Gunnlaugur Jóhannsson, 58 högg
Vinninga vegna púttmótanna er hægt að nálgast hjá Hjalta í Risinu.
Næsta púttmót fer fram sunnudaginn 27. janúar á milli kl. 11.00 og 13.00. Þennan sunnudag einnig „tveir fyrir einn“, þ.e. það fá allir tvo 18 holu pútthringi fyrir 500 kallinn og mun sá betri telja.
Einnig verða veitt sérstökaukaverðlaun fyrir 10. sætið.