Annað púttmót vetrarins var haldið í gær í Risinu á Eiðistorgi og voru nú 30 félagsmenn sem mættu og tóku þátt. Leiknar voru 18 holur og voru úrslit eftirfarandi:
1. sæti: Arnar Friðriksson – 29 högg
2. sæti: Gunnlaugur Jóhannsson – 29 högg
3. sæti: Gunnar H. Pálsson – 30 högg
Á sunnudaginn var einnig „næstur holu“ keppni þar sem öllum þeim sem tóku þátt í púttmótinu gafst kostur á að taka tvö högg í golfherminum á rétt um 100m braut. Hlutskarpastur í þeirri keppni var Ólafur Benediktsson en kúla hans endaði 3,778 metra frá holu.
Vinninga vegna púttmótanna er hægt að nálgast hjá Hjalta í Risinu.
Næsta púttmót fer fram sunnudaginn 20. janúar á milli kl. 11.00 og 13.00. Þennan sunnudag verður „tveir fyrir einn“, þ.e. það fá allir tvo 18 holu pútthringi fyrir 500 kallinn og mun sá betri telja. Einnig verða veitt aukaverðlaun fyrir besta skorið samanlagt.