Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina. Mótið, sem er elsta opna golfmót á Íslandi, var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan. Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Höggleikur án forgjafar:
1. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson, NK – 67 högg
2. sæti: Nökkvi Gunnarsson, NK – 68 högg
3. sæti: Stuart Iain Mitchinson, NK – 70 högg
Punktakeppni með forgjöf:
1. sæti: Sveinn Rafn Eiðsson, NK – 39 punktar
2. sæti: Stuart Iain Mitchinson, NK – 39 punktar
3. sæti: Heiðrún Harpa Gestsdóttir, Golfklúbbur Setbergs – 38 punktar
Nándarverðlaun á par þrjú brautum voru hlutskörpust þau:
2./11. braut – Haukur Óskarsson – 114 cm
5./14. braut – Valur Guðnason – 2.28 m
9./18. braut – Sigurður Óli Guðnason – 107,5 cm
Vinningshafar geta nálgast verðlaun sín á skrifstofu Nesklúbbsins á milli kl. 09.00 og 17.00