Veðrið á morgun – laugardag

Nesklúbburinn

Vegna fjölda fyrirspurna vill mótsnefnd Meistaramótsins koma því á framfæri að í ljósi slæmrar veðurspár á morgun, laugardag verður tekin ákvörðun og gefin út yfirlýsing um það kl. 06.30 í fyrramálið hvort að leikið verður fyrir hádegi. Staðan verður svo metin þegar nær dregur hádegi fyrir ráshópana sem eiga að hefja leik eftir hádegi. Allar upplýsingar verða á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is og í síma 561-1930.