Veðrið á Nesvellinum í beinni

Nesklúbburinn

Nesklúbburinn hefur nú tekið í notkun veðurstöðina sem Seltjarnarnesbær gaf klúbbnum í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins í fyrra.  Veðurstöðin sem staðsett er á þakinu á golfskálanum er tengd við internetið og þar má sjá helstu veðurupplýsingar eins og þær eru á hverjum tíma á Nesvellinum.  Hægt er að nálgast upplýsingarnar með því að slá inn slóðina: http://www.weatherlink.com/user/nkgolf

Fyrir þá sem eru með snjallsíma má einnig nálgast smáforritið (appið) „weatherlink“ slá inn „nkgolf“ og velja svo „Nesvöllur“