Viðhorfskönnun til félaga í Nesklúbbnum send út í dag

Nesklúbburinn

Þeir félagar sem skráðir eru á póstlista Nesklúbbsins munu fá senda á netfang sitt skoðankönnun í dag.  Könnunin er unnin af stjórn klúbbsins í samvinnu við Capacent Gallup með það að leiðarljósi að auka þjónustu og aðgengi að vellinum fyrir félagsmenn.  Úrlausnir könnunarinnar verða svo kynntar á aðalfundi félagsins og hér á síðunni.

Til þess að fá sem gleggstu mynd af vilja og væntingum félagsmanna er því afar mikilvægt að sem flestir sjái sér fært að svara könnuninni sem allra fyrst en það tekur mjög stuttan tíma.

Það skal tekið fram að farið verður með öll svör sem trúnaðarmál.  Capacent Gallup annast alla gagnavinnslu og tryggir nafnleynd, þ.e. að ekki verði á nokkurn hátt hægt að rekja svör til einstaklinga.