Kæru félagar,
Það er svo sannarlega vor í lofti þessa dagana og ætlum við að nýta það til þess að taka annað áhlaup á völlinn okkar eftir veðurofsann í vetur. Það var frábær mæting á þá vinnudaga sem haldnir voru í byrjun mars sem undirstrikar enn og aftur samstöðuna í klúbbnum okkar – hún er náttúrulega einstök. Nú leitum við aftur til ykkar kæru félagsmenn og stendur nú til að reyna að klára hreinsun á 3. og 7. svo hægt verði að taka fyrsta slátt og þannig undirbúa völlinn betur fyrir sumarið.
Á morgun þriðjudag er frábær veðurspá í kortunum og ætlum við að blása til u.þ.b. tveggja tíma áhlaups kl. 17.30. Við leitum því til ykkar allra sem getið og hafið tíma til að mæta upp við skála með fötu eða fjölnota innkaupapoka og að sjálfsögðu er líka vel þegið ef þið getið komið hluta af tímanum.
Sjáumst vonandi sem flest á morgun,
Vallarnefnd