Kæru félagar, Það hefur verið haft samband við mig þar sem fólk hefur átt erfitt með að skrá sig í gegnum Golfbox. Ástæðan er aðallega sú að það er einhver villa sem kemur upp þegar skráð er í gegnum vafrann „safari“ sem er aðallega í Iphone símum og Mac tölvum. Ég er búinn að tala við GSÍ og það er …
Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn
Jæja kæru félagar, nú er þetta að gerast. Veðurspáin fer batnandi með hverri mínútunni, krían er komin og Mario er búinn að tilkeyra pönnuna og fylla á kælana. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að hinn árlegi Hreinsunardagur Nesklúbbsins, sem jafnan merkir upphafið á tímabilinu hjá okkur, verði haldinn næstkomandi laugardag, 10. maí. Eins og undanfarin ár hefur þessi …
Nýjar rástímareglur – búið að opna fyrir skráningu
Kæru félagsmenn, Nú hefur verið opnað fyrir rástímaskráningu á Golfbox. Eins og fram hefur komið verða teknar í gildi nýjar reglur fyrir rástímabókanir í sumar í takt við aðra golfklúbba á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið með þessum breytingum er umfram allt að auka skilvirkni og minnka “hamstur” þannig að sem flestir félagsmenn eigi möguleika á því að fá rástíma þegar þeir vilja …
Kick-off kvöld NK kvenna
Kæru NK konur, Nú fer að styttast í að golfsumarið hefjist. Það þýðir að nú er komið að hinu árlega Kikk-off kvöldi okkar sem haldið verður þriðjudaginn 6. maí kl.18.00. Ætlunin er fyrst og fremst að koma saman, skemmta okkur og borða létta máltíð. Hámarksfjöldi er 80 NK konur og því gott að skrá sig sem fyrst. Skráning er hafin …
Nesvellir loka fyrir sumarið og æfingasvæðið er opið
Kæru félagsmenn, Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins mun nú loka frá og með morgundeginum, 1. maí. Æfingar barna- og unglinga munu þó halda þar áfram fram að skólalokum. Æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli hefur verið opnað, bæði er boltavélin komin í gang og eins hafa verið sett flögg á púttflötina og æfingaflatirnar. Þeirri nýjung hefur verið komið á að hægt er að …
Hreinsunardeginum og opnun vallarins frestað um viku
Kæru félagsmenn, Eftir stöðufund í gær var ákveðið að fresta hreinsunardeginum um viku og þá um leið opnun vallarins og veitingasölunnar. Ástæðan er einfaldlega sú að völlurinn er bara ekki alveg kominn í það ástand sem við höfðum vonast eftir. Það er margt sem týna má til en umfram allt byggist ákvörðunin fyrst og fremst á ástandi flatanna. Það hefur …
Frá Stuart vallarstjóra
Dear Members, For those of you I have not yet met, my name is Stuart Mitchinson, and I am your new Golf Course Manager here at the wonderful Nesklúbburinn. It has been an interesting start for me at the club, with my first day being the Monday after the storms. I would like to sincerely thank everyone who has helped …
Úrslit úr Trackman Styrktarmóti barna- og afreksstarfs
Dagana 28. mars – 16. apríl héldum við opið golfhermamót til styrktar barna- og afreksstarfs Nesklúbbsins. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu og voru glæsileg verðlaun í boði frá Nesklúbbnum, Ráðagerði, Brútta, World Class, Apótek Kitchen & Bar, Laugar Spa, Hamborgarabúllunni, GG Sport, Húrra, Domino’s, Done, Golfklúbbnum Leyni, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, Golfklúbbi Kiðjabergs og ÓJK-Ísam. Helstu úrslit úr mótinu má …
Gleðilegt sumar – það styttist í opnun
Gleðilegt sumar kæru félagar, Það er vonandi að dagurinn í dag sé undanfari þess sem koma skal – sólríkur dagur á Nesvellinum þar sem hitastigið fór í 14 gráður og margir sem nutu veðurblíðunnar. Opnun vallarins og veitingasölunnar verður að öllu óbreyttu laugardaginn 3. maí þegar Hreinsunardagurinn verður haldinn. Dagurinn markar eins og alltaf upphafið af nýju golftímabili hjá félagsmönnum …
Vinnudagur á morgun
Kæru félagar, Það er svo sannarlega vor í lofti þessa dagana og ætlum við að nýta það til þess að taka annað áhlaup á völlinn okkar eftir veðurofsann í vetur. Það var frábær mæting á þá vinnudaga sem haldnir voru í byrjun mars sem undirstrikar enn og aftur samstöðuna í klúbbnum okkar – hún er náttúrulega einstök. Nú leitum við …