Öldungamótaröð LEK (Landssamband eldri kylfinga) lauk um liðna helgi. Mótaröð LEK samanstendur af 8 mótum sem leikin eru yfir sumarið ásamt Íslandsmótinu í golfi 50 ára og eldri sem haldið er af Golfsambandi Íslands. Eftir hvert mót fá svo keppendur stig fyrir sinn árangur í viðkomandi móti og safna þannig upp stigum yfir sumarið. Þeir kylfingar sem safna sér inn …
Bændur í Bændaglímunni á laugardaginn
Bændurnir í bændaglímunni sem fram fer á laugardaginn eru sko ekki af verri endanum þetta árið. Það verða mæðginin síkátu Petrea Jónsdóttir og Guðjón Kristinsson en það er einhverra hluta vegna þannig að þau eru bara alltaf hress. Eins og venjulega verður skipt í tvö lið, bláa liðið og rauða liðið. Petrea tók náttúrulega ekki annað í mál en að …
Meistaramót NK í betri bolta – úrslit
Í gær fór fram fyrsta Meistaramót NK í betri bolta. Fullt var í mótið en 28 lið tóku þátt. Ræst var út á öllum teigum kl. 10 í ágætis veðri. Á hringnum fengu keppendur að spreyta sig í öllu mögulegu veðri en heilt yfir voru veðurguðirnir bara skaplegir. Eftir mót, gæddu keppendur sér svo á súpu og brauði yfir verðlaunaafhendingu …
Bændaglíman 2023
Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir. Bændaglíma Nesklúbbsins 2023 verður haldin laugardaginn 23. september. Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert er jafnframt lokamót hvers sumars. Því eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta frábæra golftímabil með stæl. Bændur verða: Tilkynnt síðar Dagskrá: Mæting kl. 13.00 og ræst …
Draumahöggið á morgun
Skemmtilegasta golfmót ársins verður haldið á Nesvellinum laugardaginn 9. sept klukkan 09:00. Mótið er aðeins eitt högg á par þrjú holu nr. 2 á Nesinu. Mercedes Benz EQB rafmagnsbíll að verðmæti 7.990.000 kr. fær sá að eiga sem fer holu í höggi. Sá sem fer næstur holu hlýtur gjafakort frá Icelandair og svo verða ýmis verðlaun frá Öskju og Verði …
Viðburðaríkar vikur í barna- og unglingastarfinu að baki
Í ágúst fóru fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri auk Íslandsmóts barna og unglinga í höggleik. Nú í upphafi september mánaðar fór svo fram Íslandsmótið í holukeppni á Unglingamótaröðinni. Við í NK sendum 4 lið til leiks í Íslandsmóti 12 ára og yngri sem er það mesta sem við höfum sent á Íslandsmót en keppt var í 5 …
Lokamót Nk kvenna – nokkur sæti laus
Það eru örfá sæti laus í Lokamót Nk kvenna á morgun þar sem við ætlum að slútta sumrinu saman með stæl. Við erum því búnar að lengja skráningarfrestinn til kl. 22.00 í kvöld. Allar upplýsingar um mótið og skráning er á golfbox eða með því að smella hér.
Þurfum ekki frekari hjálp í dag
Í gær óskuðum við eftir aðstoð félagsmanna við að hreinsa völlinn af miklu grjóti sem barst inn á hann í veðurofsanum. Það stóð ekki á svörum frekar en fyrri daginn þegar óskað er eftir aðstoð frá okkar félagsmönnum í sjálfboðaliðastörf. Í morgun mættu á þriðja tug félagsmanna, létu hendur standa fram úr ermum og kláruðu verkið. Við þurfum því ekki …
Hjálp
Það gekk ansi mikið grjót yfir völlinn okkar í óveðrinu um helgina. Verst var það á þriðju, fjórðu, og sjöundu braut og þarf að hreinsa það upp áður en það veldur viðvarandi skemmdum. Við leitum því á náðir félagsmanna og biðjum alla þá sem vettlingum geta valdið um að leggja til hendur. Við ætlum að skipta þessu í tvo hópa, …
Skálinn lokaður í dag og á morgun
Golfskálinn verður lokaður frá kl. 16.00 í dag og á morgun laugardag vegna veðurofsa.