Tvö sæti laus í vorferð Nesklúbbsins til Villaitana

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna forfalla þá losnuðu tvö sæti í vorferðina til Villaitana á Spáni í samstarfi við Okkar Ferðir og Golfskálann, 14 – 24 april 2023. Ef þið hafið áhuga á að fara með þá gildir eins og áður fyrstur kemur fyrstur fær. Email þarf að senda á info@okkarferðir.is og þarf að berast fyrir hádegi 27. janúar. Villaitana þarf vart að kynna …

Nökkvi leitar á ný mið og Guðmundur Örn og Magnús Máni taka við golfkennslunni hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nökkvi Gunnarsson hefur ákveðið að leita á ný mið í golfkennslunni eftir 15 farsæl ár sem yfirgolfkennari Nesklúbbsins. Nökkvi mun láta af störfum í lok mánaðar og hefja störf hjá Prósjoppunni þar sem hann mun starfa við golfkennslu og kylfumælingar. Nesklúbburinn er afar þakklátur Nökkva fyrir hans mikilvæga framlag í starfi Nesklúbbsins á undanförnum árum og mun Nökkvi að sjálfsögðu …

Liðakeppni NK í golfhermum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nú í byrjun árs fer af stað Liðakeppni NK í golfhermum í fyrsta skipti en leikið er á Nesvöllum. Fyrirkomulag mótsins ræðst endanlega af fjölda skráninga. Við hvetjum sem flesta til að skrá sig og taka þátt í þessu skemmtilega móti. Nánari upplýsingar um mótið og fyrirkomulag má finna hér að neðan: 20. janúar til 10. apríl – Liðakeppni NK …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar,  Nú er aðalfundur og fyrsti fundur nýrrar stjórnar að baki þar sem við skiptum með okkur verkum lögum félagsins samkvæmt.  Ein breyting varð á stjórn, Stefán Örn Stefánsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þökkum við honum fyrir mjög gott starf innan stjórnar. Þórkatla Aðalsteinsdóttir kom ný inn í sjórn og bjóðum við hana hjartanlega …

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum, Minnum á að í dag er síðasti dagur til að rástafa greiðsludreifingu á félagsgjöldunum 2023.  Þeir sem ekki verða búnir að ráðstafa sínu greiðslufyrirkomulagi eftir daginn í dag munu fá senda 4 greiðsluseðla (jan,feb,mar og apr) í heimabanka. Gjaldskrá má sjá á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Leiðbeiningar vegna ástöfun félagsgjalda á Sportabler 2023 Inni …

Völlurinn í vetrarbúning

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Haustið hefur verið félagsmönnum afar hægstætt með tilliti til veðurfars og hefur verið leikið inn á sumarflatir allt þar til í gær, en þá var völlurinn klæddur í vetrarbúning.  Það þýðir að nú er stranglega bannað að leika inn á sumarflatir og af teigum.  Það eru engin teigmerki sett upp.  Til að dreifa álagi veljið þið ykkur bara stað í …

Innheimta árgjalda 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæri félagi í Nesklúbbnum, Nú líður að innheimtu félagsgjalda 2023.  Félagsgjöld fyrir árið 2023 voru samþykkt á aðalfundi klúbbsins þriðjudaginn 29. nóvember síðastliðinn og má sjá hér á heimasíðunni undir um Nesklúbbinn/gjaldskrá (smella hér) Félagsgjöld verða eins og í fyrra innheimt í gegnum vefforritið SPORTABLER.  Viljirðu ráðstafa greiðslufyrirkomulagi sínu sjálf/ur þarftu að skrá þig inn á SPORTABLER og ráðstafa þínu …

Klippikort á Nesvelli – tilvalin jólagjöf

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vantar þig jólagjöf fyrir kylfinginn? Klippikort á Nesvelli er tilvalin gjöf fyrir þá sem vija viðhalda sveiflunni allt árið og spilaði frábæra velli. Tveir möguleikar í boði: 15.000.- kr – 10 sinnum 30 mínútur, gildir á virkum dögum fyrir klukkan 14.00. 20.000.- kr – 10 sinnum 30 mínútur, gildir á hvenær sem er á opnunartíma. Kortin má nálgast á Nesvöllum …

Aðalfundur Nesklúbbsins 2022 haldinn í gær

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins var haldinn í Hátíðarsal Gróttu í gær, þriðjudaginn 29. nóvember.  Þorsteinn Guðjónsson formaður klúbbsins gerði grein fyrir skýrslu stjórnar og þá gerði Guðrún Valdimarsdóttir, gjaldkeri grein fyrir reikningunum sem voru svo lagðir fram til atkvæðagreiðslu af fundarstjóra og voru þeir samþykktir samhljóða. Helstu tölur úr rekstri klúbbsins voru að rekstrartekjur voru rúmlega 156 milljónir  og …

Aðalfundur 2022 – Aðalfundarboð og fundargögn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2022 verður haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 19.30. Dagskrá: Fundarsetning Kjör fundarstjóra og fundarritara Lögð fram skýrsla formanns Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að ræða.* Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. Ákveðið árgjald …