OPNA NESSKIP – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

laugardaginn 3. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …

Skráning á golfleikjanámskeið Nesklúbbsins sumarið 2023 er í fullum gangi

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Við verðum með 9 vikulöng golfleikjanámskeið í sumar og eru námskeiðin hugsuð fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Það fylltist hratt á nokkur námskeiðanna og höfum við bætt við nokkrum aukaplássum  þannig að enn er hægt að skrá á þau námskeið en mun líklegast  fyllast hratt. Hægt er að lesa nánar um námskeiðin á heimasíðu Nesklúbbsins undir barna- og unglingastarf …

ECCO holukeppnirnar – niðurröðun og leikdagar

Nesklúbburinn Almennt

Nú liggur niðurröðun fyrir í bæði ECCO bikarmeistaranum (sjá hér) og ECCO klúbbeistaranum í holukeppni (sjá hér) Leikið verður eftir sama fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. að það eru fastir leikdagar fyrir hverja umferð.   Heimilt er að klára leikinn fyrir nefndar dagsetningar komi leikmenn sér saman um það, annars ráða fyrirfram ákveðnar dags- og tímasetningar. Leikdagar eru eftirfarandi: 22. maí …

Úrslit í ECCO mótinu í gær

Nesklúbburinn Almennt

ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í gær.  Það voru 96 þátttakendur skráðir til leiks og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Nökkvi Gunnarsson  – 71 högg 2. sæti: Orri Snær Jónnsson – 75 högg 3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson – 75 högg Punktakeppni: 1. sæti:  Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir – 42 punktar 2. sæti:  Bragi Þór Sigurðsson – …

Frábær mæting á hreinsunardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum.  Það voru yfir 100 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið….. sem reyndar ætlar að koma seint þetta árið.  Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík …

Staðfesting á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og fram kom í síðasa formannspistli ætlum við að taka höndum saman og fara að bera meiri virðingu fyrir rástímum á vellinum.  Það felur meðal annars í sér að staðfesta okkur á rástíma.  Einfaldast er að gera það með því að fara inn í appið og bera símann upp að QR-kóðanum sem blasir við á skjánum sem staðsettur er …

Fyrsta kvennamót NK kvenna á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Á morgun, þriðjudaginn 16. maí fer fram fyrsta kvennamótið af sjö.  Eins og venjulega er bara að skrá sig á blaðið í kassanum góða sem staðsettur verður í veitingasölunni og muna að greiða kr. 1.000.- í umslag sem er líka í kassanum.  Annars eru helstu reglur mótanna hér: Reglur fyrir þriðjudagsmót NK kvenna Heimilt er að byrja að spila: 9 …

Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram fimmtudaginn 18. maí.  Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni.   Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd

Spennan er gríðarleg – Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Jæja kæru félagar, nú er þetta að gerast.   Krían kom í fyrradag og hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins sem jafnan merkir upphafið á tímabilinu hjá okkur verður næstkomandi laugardag, 13. maí  Eins og undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar mikilvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira. Fyrir liggja núna fjölmörg verkefni …

Nokkur sæti laus á kick-off kvenna

Nesklúbburinn Kvennastarf, Póstlistar konur

Það eru nokkur sæti laus á kick-off kvenna og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til kl. 17.00 í dag.  Við hvetjum ykkur NK konur til að skrá ykkur og eiga með okkar dásamlega kvöldstund í golfskálanum þar sem m.a. verður farið yfir dagskrá sumarsins og við spjöllum og njótum góðar samveru. Skráning á golfbox eða með því að smella hér kveðja, …