Nesklúbburinn vill bjóða öllum börnum sem æfa golf hjá golfklúbbi Grindavíkur að æfa tímabundið endurgjaldslaust hjá Nesklúbbnum. Einnig vill Nesklúbburinn bjóða meðlimum Golfklúbbs Grindavíkur í golfherma Nesklúbbsins endurgjaldslaust næstu tvær vikur til að byrja með. Til að fá nánari upplýsingar um æfingatíma má senda tölvupóst á netfangið: steinn@nkgolf.is eða gudmundur@nkgolf.is Til að bóka tíma í golfhermi er hægt að hringja …
Kerrur í óskilum í kerruskúrnum
Það er töluvert af kerrum og einhver golfsett í kerruskúrnum úti á golfvelli sem sakna eigenda sinna. Skúrinn verður opinn á morgun, miðvikudag og á fimmtudag og geta eigendur komið og nálgast eigur sínar þá. Það skal tekið fram að engin ábyrgð er tekin á þessum eigum af hálfu klúbbsins og ef þær verða ekki sóttar munu þær fara illa …
Boltavélin lokar í dag
Kæru félagar, Nú styttist óðum í að völlurinn fari í endanlegan vetrarbúning. Við munum þó reyna eftir fremsta megni að leyfa spil inn á sumarflatir en tökum út af þeim þegar þurfa þykir og eins og áður biðlum til ykkar að virða það. Þar sem vélaflotinn fer nú i yfirhalningu yfir veturinn, þ.m.t. týnslubíllinn munum við loka boltavélinni frá og …
Tímabundin lokun á Nesvöllum á morgun – mánudag
Nesvelllir, inniaðstaða klúbbsins verður lokuð til kl. 17.00 á morgun, mánudaginn 6. nóvember vegna útfarar. Annars má sjá opnunartíma Nesvalla með því að smella hér.
Völlurinn í vetrarbúning og Nesvellir opna
Kæru félagsmenn, Þar sem að spáð hefur verið frosti næstu daga hafa teigmerkin verið tekin inn og því ekki heimilt að spila lengur á sumarteigum. Við ætlum að reyna að spila áfram inn á sumarflatir en gera má gera ráð fyrir að leikið verði suma daga inn á vetrarflatir Búið er að slá vetrarflatirnar og er það ósk og um …
Aðalfundur 2023
Kæru félagsmenn, Fyrirhugað er að halda aðalfund Nesklúbbsins vegna síðasta starfsárs þriðjudaginn 28. nóvember 2023. Á aðalfundi verða kjörnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára, auk formanns til eins árs. Þeir sem hafa hug á að bjóða sig fram til þessara starfa tilkynni framboð sitt til eins neðangreindra kjörnefndarmanna eigi síðar en 14. nóvember næstkomandi. Boðað verður til fundarins með minnst …
Formannspistill
Kæru félagar, Ég vildi skutla nokkrum línum til ykkar í kjölfar stjórnarfundar sem við héldum í gær. Meðal þess sem ákveðið var á þeim fundi voru þau verkefni sem eru áætluð á og fyrir tímabilið 2024. Fyrst má nefna viðgerð á glompum á 8. og 9. braut. Þá er fyrirhugað að setja tröppur við 2., 3. og 4. teig og minnka …
Skoðanakönnun NK – komdu þínum sjónarmiðum á framfæri
Kæru félagar, Stórn klúbbsins hefur ákveðið að framkvæma skoðanakönnun á meðal félagsmanna um ýmis málefni er tengjast klúbbnum, þar á meðal þjónustu við félagsmenn. Okkur finnst mikilvægt að heyra þína skoðun til að geta unnið sem best í takti við skoðanir og þarfir félagsmanna. Með niðurstöður úr slíkri könnun getum við með markvissum hætti reynt að tryggja jákvæða upplifun ykkar …
Nesvellir opnir á mánudagskvöldum 20-23 í október
Nesvellir, inniaðstaðan okkar á Austurströnd 5, verða opnir kl. 20:00 – 23:00 á mánudagskvöldum í október og er opið fyrir tímabókanir á https://boka.nkgolf.is/. Í október verður eingöngu hægt að bóka tíma í hermana á netinu. Almennur opnunartími Nesvalla verður svo frá og með miðvikudeginum 1. nóvember og verður þá hægt að bóka hermi á netinu eða í síma 561-1910. Einnig …
Skálinn lokar eftir morgundaginn
Þar sem að það stefnir í mikið hvassviðri og slæmt veður á laugardaginn verður á morgun, föstudaginn 29. september, síðasti dagurinn sem veitingasalan verður opin samkvæmt hefðbundnum opnunartíma. Mögulega verður eitthvað opnað einhverja daga í október ef vel viðrar en það á eftir að koma í ljós. Þið sem eigið ennþá inneign í veitingasölunni hafið því morgundaginn til að nýta …