Opna Coca-Cola verður á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opna COCA – COLA mótið, elsta opna golfmót á Íslandi fer nú fram í 63. skiptið í ár á Nesvellinum sunnudaginn 11.ágúst . Rástímar eru frá kl. 08.00 – 10.00 og 13.00 – 15.00. Mótsfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 (teigar 49) og Konur: 28 (teigar 44). VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti:  40.000 kr. gjafabréf …

Dagbjartur sigraði Einvígið á Nesinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag.  Þetta var í 28. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Umhyggju, félags sem vinnur með hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi. Sigurvegari mótsins varð að lokum Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir …

Einvígið á Nesinu fer fram á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið mánudaginn 5. ágúst, á Frídegi verslunarmanna. Mótið er haldið í samstarfi við ARION BANKA og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra …

Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Öldungabikar Nesklúbbsins lauk í gærkvöldi og var það að lokum Kristján Björn Haraldsson sigraði sannfærandi að þessu sinni. Sigurður Pétursson knattspyrnukappi var hástökkvari mótsins. Við óskum þeim innilega til hamingju með sigrana.

Kjartan Óskar og Karlotta klúbbmeistarar

Nesklúbburinn Almennt

Meistaramóti Nesklúbbsins 2024 lauk í gær og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Kjartan Óskar Guðmundsson í Meistaraflokki karla.  Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn.  Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér

Lokahóf Meistaramótsins 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik.  Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu upp úr kl. 19.00.  Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund saman. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið.  Það verður HAPPY HOUR …

Metskráning í Meistaramótið 2024

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramót klúbbsins 2024 hófst í gær þegar að barna- og unglingaflokkar hófu leik.  Skráning í forgjafar og fullorðinsflokka lauk í gærkvöldi og endaði það svo að nýtt þátttökumet var slegið.  Á þessu 60 ára afmælisári klúbbsins eru 232 þátttakendur skráðir til leiks í 19 flokkum og er þetta því algjör veisla sem stendur yfir og framundan er.  Flestir þátttakendur eru …