Kæru félagar í Nesklúbbnum, Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum sem tókuð þátt í hreinsunarstörfum á vellinum okkar á Suðurnesi eftir náttúrhamfarirnar í byrjun mánaðarins. Það er virkilega ánægjulegt að sjá þessa miklu samstöðu félaganna sem vakið hefur athygli langt út fyrir landhelgina og sýnir enn og aftur að Nesklúbburinn er miklu meira en bara hefðbundinn golfklúbbur. Það …
Opið golfhermamót til styrktar barna- og afreksstarfs NK
Kæru félagar. Dagana 28. mars – 16. apríl fer fram opið golfhermamót til styrktar barna- og afreksstarfs Nesklúbbsins. Þátttökurétt hafa allir kylfingar með virka Trackman forgjöf og hafa spilað amk tvo hringi sem telja til forgjafar í Trackman. Við hvetjum áhugasama að sjálfsögðu til að panta sér tíma á Nesvöllum og taka þátt, en bendum þó einnig á að það …
Annar í hreinsun
Kæru félagar, Á sunnudaginn milli kl 11 og 13 er komið að öðru áhlaupi í hreinsun á vellinum okkar. Við erum ómetanlega þakklát fyrir þá samheldni sem er í klúbbnum okkar og hversu félagar eru boðnir og búnir að aðstoða við að gera völlinn okkar fínan fyrir sumarið. Fyrirkomulagið er eins og síðast, ráðumst á braut 3 og 7 og …
Hreinsun
Fyrsti í hreinsun Bara minna á að við ætlum að byrja að hreinsa grjót og möl af vellinum okkar á morgun laugardag kl 11:00. Hittumst við vélaskemmuna. Væri frábært ef þið getið tekið með ykkur skóflu, fötu eða hjólbörur. Við verðum að sjálfsögðu með eitthvað af því á staðnum. Spáin er góð, bara mæta með góða skapið og byrja að …
Fyrsti í hreinsun
Kæru félagar, Það er blíða í kortunum á laugardaginn næsta. Stuart vallarstjóri er sáttur með hvernig vatnið er að setjast á vellinum þannig að okkur er ekkert að vanbúnaði en að hefjast handa við hreinsun á vellinum okkar. Eins og Stuart sagði „we’re going to need a small army to get things fixed“. Planið er að gera þetta í nokkrum …
Vonsku veður um helgina
Kæru félagar, Móðir náttúra bankaði hressilega upp á völlinn okkar um helgina. Brjálað veður og mikil sjóhæð hentu sjó, möl, grjóti og öðru lauslegu yfir völlinn, og eru holur 1, 2, 3 og 7 verst farnar eftir óveðrið. Stuart vallarstjóri hefur farið yfir ástandið og vonar að skemmdirnar séu ekki það miklar að þær muni hafa áhrif til lengri tíma. …
Hádegisnámskeið í næstu viku – Laust á mánudögum
Ný hádegisnámskeið hjá Guðmundi Erni byrja í næstu viku og eru enn laus pláss á mánudögum. Um er að ræða 6 vikna námskeið sem eru kennd á Nesvöllum milli 12:00 og 13:00. Námskeiðin fara að mestu fram í formi stöðvaþjálfunar þar sem unnið er í bæði langa og stutta spilinu. Námskeiðin eru fyrir alla kylfinga sem vilja læra: – Hvað …
Opið golfhermamót 15. – 23. febrúar
Kæru félagar. Fyrsta golfhermamót ársins á Nesvöllum fer fram dagana 15. – 23. febrúar. Leikið er á The Links at Spanish Bay vellinum í Kaliforníu. Karlar leika af teigum 55 og konur 49. Leikið er með fullri golfbox forgjöf og verða veitt verðlaun fyrir efstu 3 sætin í punktakeppni: 1. sæti = 5 klst inneign á Nesvelli og 10.000 kr …
Fréttapunktar úr vetrarstarfinu
Kæru félagar, Vetrarstarf klúbbsins er í fullum gangi en félagsmenn eru greinilega farnir að undirbúa sveifluna fyrir vorferðirnar og sumarið því aðsóknin að Nesvöllum hefur aukist, enda frábær leið til að halda sér í golfformi. Enn eru þó lausir tímar og hvet ég ykkur öll til að kynna ykkur og nota þessa frábæru aðstöðu sem klúbburinn býður upp á. Það …
Mótaskrá 2025
Kæru félagar, Mótaskráin 2025 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá. Þar má sjá öll mót sem haldin verða á vegum klúbbsins. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt verður inni á golfbox þegar nær dregur undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið verður sömu viku og …