Meistaramótið

MEISTARAMÓTIÐ 2024

Meistaramótið 2024 verður haldið vikuna 4. júlí – 13. júlí.  Mótið verður nánar auglýst þegar nær dregur.

 UM MEISTARAMÓTIÐ

Meistaramót Nesklúbbsins er án efa stærsti viðburður klúbbsins á hverju ári. Leikið er til verðlauna í 15 mismunandi flokkum sem skipt er í eftir forgjöf eða aldri. Mótið er leikið á átta dögum, frá fyrsta laugardegi í júlí. Sigurvegarar meistaraflokks karla og kvenna hljóta titilinn Klúbbmeistari Nesklúbbsins það ár.

Um skráningu, þátttökuskilmála, flokkaskiptingu, fjölda umferða og keppnisdaga, vísast til reglugerðar um mótið. Eftirfarandi reglur, sérstakir keppnisskilmálar mótsins, eru settir af nefndinni samkvæmt reglu 33-1 í golfreglum. Jafnframt gilda í mótinu almennir keppnisskilmálar Nesklúbbsins 2023 eða eins og fram koma á heimasíðu klúbbsins.

Þáttökurétt eiga þeir einir sem eru meðlimir NK og hafa gert skil á félagsgjöldum.

Keppnin er leikin í flokkum samkvæmt reglugerð og er leikið án forgjafar í öllum flokkum. Rástímar eru samkvæmt sérstökum tilkynningum mótanefndar.

Ákvörðun um frestun leiks eða niðurfellingu umferða vegna veðurs er í höndum mótsstjórnar.

Leikmenn í öllum flokkum, öðrum en öldungaflokkum karla og kvenna, skulu leika hinar fyrirskipuðu umferðir mótsins gangandi.  Hægt er að sækja um undanþágur til mótsstjórnar til þess að leika á bíl og skal það gert áður en mótið hefst.

Mæti kylfingur á 1. teig, tilbúinn til leiks, innan 5 mínútna eftir rástíma sinn, og kringumstæður eru slíkar að þær réttlæti afnám frávísunarvítis samkvæmt reglu 33-7, skal hann hljóta 2 vítishögg, en ella frávísun mæti hann meira en 5 mínútum of seint.

Öll notkun á farsímum (GSM) er bönnuð í mótinu, jafnt leikmönnum sem kylfusveinum. Leikmönnum er þó heimilt að kveikja á símum sínum til þess eins að hringja í dómara eða nefndina á skrifstofu NK, þegar þörf er á dómara, til skorskráningar og í neyðartilvikum.

Leikmenn skulu án tafar hefja leik á 10. holu og er þeim óheimilt að gera hlé á leik sínum eftir fyrri hring. Regla 6-7 Slór við leik.

Hámarksleiktími fyrirskipaðrar umferðar ( 18 holur) er 4 klst. og 20 mín. Viðurlög eru skv. reglu 6-7 ( Óhæfileg töf. Slór við leik ) ATH. 2. Nánari tímamörk eru auglýst á auglýsingatöflu í skála.

Ef vafi er á hvað gera skal samkvæmt golfreglum skal kalla á dómara eða leika tveimur boltum samkvæmt reglu 3-3.a og tilkynna mótstjórn atvikið áður en skorkorti er skilað í mótslok. Mótsstjórn / dómari kveður upp úrskurði áður en úrslit verða kynnt.

Dómarar eru þeir félagar klúbbsins, samkvæmt skipan nefndarinnar, sem dómararéttindi hafa, en þó þannig að enginn þeirra dæmi í þeim flokki þar sem viðkomandi dómari er þátttakandi.

Leikmenn skulu vera snyrtilega klæddir við leik í mótinu eins og almennt tíðkast og óheimilt er að leika í gallabuxum eða íþróttagöllum.

Klúbbmeistarar NK frá upphafi:

Karlar: Konur:
2023 – Magnús Máni Kjærnested

2022 – Bjarni Þór Lúðvíksson

2021 – Bjarni Þór Lúðvíksson

2020 – Ólafur Björn Loftsson

2019 – Nökkvi Gunnarsson

2018 – Ólafur Björn Loftsson

2017 – Oddur Óli Jónasson

2016 – Oddur Óli Jónasson

2015 – Ólafur Björn Loftsson

2014 – Ólafur Björn Loftsson

2013 – Ólafur Björn Loftsson

2012 – Ólafur Björn Loftsson

2011 – Ólafur Björn Loftsson

2010 – Nökkvi Gunnarsson

2009 – Ólafur Björn Loftsson

2008 – Ólafur Björn Loftsson

2007 – Ólafur Björn Loftsson

2006 – Ólafur Björn Loftsson

2005 – Ólafur Björn Loftsson

2004 – Ólafur Björn Loftsson

2003 – Vilhjálmur Árni Ingibergsson

2002 – Haukur Óskarsson

2001 – Styrmir Guðmundsson

2000 – Rúnar Geir Gunnarsson

1999 – Vilhjálmur Árni Ingibergsson

1998 – Vilhjálmur Árni Ingibergsson

1997 – Ingólfur Pálsson

1996 – Rúnar Geir Gunnarsson

1995 – Rúnar Geir Gunnarsson

1994 – Rúnar Geir Gunnarsson

1993 – Vilhjálmur Árni Ingibergsson

1992 – Jón Haukur Guðlaugsson

1991 – Jón Haukur Guðlaugsson

1990 – Jóhann Reynisson

1989 – Jón Haukur Guðlaugsson

1988 – Jón Haukur Guðlaugsson

1987 – Hörður Felix Harðarson

1986 – Jón Haukur Guðlaugsson

1985 – Jón Haukur Guðlaugsson

1984 – Jón Haukur Guðlaugsson

1983 – Jón Haukur Guðlaugsson

1982 – Jón Haukur Guðlaugsson

1981 – Jón Haukur Guðlaugsson

1980 – Jón Haukur Guðlaugsson

1979 – Jón Haukur Guðlaugsson

1978 – Tómas Holton

1977 – Jón Haukur Guðlaugsson

1976 – Loftur Ólafsson

1975 – Hannes Þorsteinsson

1974 – Loftur Ólafsson

1973 – Pétur Björnsson

1972 – Loftur Ólafsson

1971 – Loftur Ólafsson

1970 – Loftur Ólafsson

1969 – Loftur Ólafsson

1968 – Pétur Björnsson

1967 – Pétur Björnsson

1966 – Jóhann Eyjólfsson

1965 – Ólafur B. Ragnarsson

2023 – Karlotta Einarsdóttir

2022 – Karlotta Einarsdóttir

2021 – Karlotta Einarsdóttir

2020 – Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir

2019 – Karlotta Einarsdóttir

2018 – Karlotta Einarsdóttir

2017 – Karlotta Einarsdóttir

2016 – Karlotta Einarsdóttir

2015 – Helga Kristín Einarsdóttir

2014 – Helga Kristín Einarsdóttir

2013 – Helga Kristín Einarsdóttir

2012 – Karlotta Einarsdóttir

2011 – Karlotta Einarsdóttir

2010 – Karlotta Einarsdóttir

2009 – Karlotta Einarsdóttir

2008 – Karlotta Einarsdóttir

2007 – Karlotta Einarsdóttir

2006 – Karlotta Einarsdóttir

2005 – Karlotta Einarsdóttir

2004 – Karlotta Einarsdóttir

2003 – Erna Sörensen

2002 – Karlotta Einarsdóttir

2001 – Karlotta Einarsdóttir

2000 – Karlotta Einarsdóttir

1999 – Halldóra Axelsdóttir

1998 – Anna Einarsdóttir

1997 – Halldóra Axelsdóttir

1996 – Sigrún Edda Jónsdóttir

1995 – Jóhanna A. Jóhannsdóttir

1994 – Anna Einarsdóttir

1993 – Hanna Aðalsteinsdóttir

1992 – Sigrún Edda Jónsdóttir

1991- Jóhanna A. Jóhannsdóttir

1990 – Jóhanna A. Jóhannsdóttir

1989 – Anna Einarsdóttir

1988 – Jónína Pálsdóttir

1987 – Kristine Eide

1986 – Kristine Eide

1985 – Áslaug Bernhöft

1984 – Ólöf Geirsdóttir

1983 – Ólöf Geirsdóttir

1982 – Ólöf Geirsdóttir

1981 – Kristín Þorvaldsdóttir

1980 – Kristín Þorvaldsdóttir

1979 – Ásgerður Sverrisdóttir

1978 – Kristín Þorvaldsdóttir

1977 – Kristín Þorvaldsdóttir

1976 – Kristín Þorvaldsdóttir

1975 – Sigrún Ragnarsdóttir

1974 – Ólöf Geirsdóttir

1973 – Ólöf Geirsdóttir

1972 – Hanna Holton

1971 – Ólöf Geirsdóttir

1970 – Ólöf Geirsdóttir

1969 – Anna Kristjánsdóttir

1968 – Svana Tryggvadóttir

1967 – Svana Tryggvadóttir

1966 – Sigríður H. Magnúsdóttir

1965 – Valgerður Jakobsdóttir