Dómaranefnd klúbbsins hefur tekið saman 10 algengustu spurningarnar og svör við því sem upp getur komið á Nesvellinum. Hafið í huga að þetta er fyrst og fremst gert til leiðbeininga og ef um misfærslur er að ræða nær golfreglubókin að sjálfsögðu yfir allt það sem hér að neðan stendur.
- Sleginn rangur bolti
Svar: Tvö högg í víti sem bætist við skor þess er sló rangan bolta. Ef viðkomandi hefur hafið leik á næstu braut hlýtur hann frávísun.
Leiðbeiningar: Merkjum alltaf boltann okkar og munum að athuga áður en við sláum næsta högg hvort ekki sé örugglega um réttan bolta að ræða.
- Fjarlægðarhælar:
Ef bolti er sleginn í fjarlægðarhæl er það óheppni og boltanum skal leikið þar sem hann stöðvast.
b. Ef fjarlægðarhæll truflar stöðu eða sveifluferil kylfings má fá lausn sem felur í sér að viðkomandi má droppa næst þeim stað sem boltinn var án þess þá að hællinn trufli leik. ATH: þetta á eingöngu við ef hællinn truflar stöðu eða sveifluferil – ekki ef hællinn er í línu við skotmark.
- Hvað merkja rauðir hælar og hvernig fær maður lausn.
Svar: þeir merkja vítasvæðiog eru á braut 3, 4 og 8. þar mega kylfingar gera eftirfarandi.
Leikmaður má slá inni í svæðinu
b. Leikmaður má taka víti og skal það gert á eftirfarandi máta. Þar sem boltinn ”sker” línuna á leið sinni inn í vítasvæðið má leikmaður stilla sér upp og fær hann tvær kylfulengdir þaðan eða má fara eins langt aftur og hann vill til þess að droppa boltanum. Viðmið er þar sem boltinn skar mörkin
c. Ef leikmaður ákveður að slá inni í vítasvæðinu og slær út fyrir vallarmörk má hann droppa boltanum þar sem hann sló gegn einu vítishöggi eða fara útfyrir vítasvæðið þar sem boltinn skar línuna á leið inn í torfæruna og þá gegn tveimur vítishöggum eins og lausnin er útskýrð í lið b.
d. Ef rauður hæll truflar leik má taka hann upp en muna verður að setja hann aftur í sömu holu.
- Má taka víti úr glompum.
Svar: Já og þá á eftirfarandi þrjá vegu:
a. Endurtaka höggið, þ.e. fara til baka þar sem höggið var slegið ofan í glompuna og bæta þá við einu vítishöggi.
b. Fara útúr glompunni á línu afturábaki með staðinn þar sem boltinn lá í glompunni sem viðmiðunarpunkt og beint í flagg. Merkja þar viðmiðunarðunkt og þar hefur leikmaðurinn 1 kylfulengd til beggja hliða sem lausnasvæði, láta falla innan þess og boltinn verður að stöðvast inna lausnasvæðisins gegn tveimur vítishöggum.
c. Taka víti í glompunni gegn einu vítishöggi og þarf þá viðkomandi að droppa boltanum í sandinn – muna bara, aldrei nær holu.
- Mastrið á 8. braut.
Svar: Mastrið er hluti vallar og ef kylfingur lendir uppvið það, eða það truflar sveiflusvið og/eða sjónlínu að skotmarki þannig að leikmaður treystir sér ekki til að slá boltann þarf hann að taka viti á eftirfarandi máta:
Droppa innan tveggja kylfulegnda til hliðar gegn einu vítishöggi
b. Má fara eins langt aftur og hann vill og droppa gegn einu vítishöggi
c. Endurtaka höggið sem slegið var að mastrinu gegn einu vítishöggi
- Vegurinn á 4. braut:
Ef ég lendi á veginum eða hann truflar mig – hvað má ég gera.
Vegurinn, þ.m.t. kanturinn sjálfur er utan vallar allt þar til komið er að þeim hluta þar sem hann sker brautina. Það er merkt með hvítum hælum sitthvoru megin við brautina. Allt fram að þeim hælum þýðir að ef boltinn er á veginum skal endurtaka höggið. Ef boltinn er innan vallar en vegurinn og/eða kanturinn truflar þig þá er það ”bad luck”. Þú þarft að slá hann eins og hann liggur eða taka víti (eitt högg) frá þeim stað.
ATH: Ef boltinn er á veginum eða hann eða vegkanturinn truflar þig eftir hælana tvo sem nefndir voru fær leikmaður lausn án vítis. Þá skal farið stystu leið útaf veginum og droppa.
stöðvist boltinn í brekkunni upp að bílastæðiðnu og ekkert gras til að droppa er fallreitur í horninu áður en gengið er yfir veginn. Þar má leikmaður droppa án þess að fá á sig víti.
- Leikhraði á Nesvellinum er uppgefinn tvær klukkustundir og 10 mínútur. Það er hagur allra að kylfingar uppfylli þann leikhraða ef hægt er. Besta leiðin er einfaldlega að missa ráshópinn sem er fyrir framan sig ALDREI meira en eina holu á undan sér – betur getum við ekki gert. Dragist ráshópur svo mikið aftur úr að það tefur leik hefur dómari heimild til þess að veita leikmanni eða leikmönnum í ráshópnum áminningu og svo þá vítahögg hraði ráshópurinn ekki leik sínum. Munum líka að það er merki um tillitssemi og skynsemi að hleypa ráshóp framúr ef leikur hefur tafist af einhverjum orsökum.
- Munum að skrifa alltaf eftir hverja holu. Ég sem ritari ber skorið sem ég taldi hann á undir leikmanninn og skrifa það svo á skorkortið séu báðir aðilar því samþykkir. Munum að skrifa alltaf skor okkar líka á það skorkort sem við erum með. Að leik loknum skulu leikmenn fara vandlega yfir skorið, skrifa niðurstöðutölur og afhenda mótstjórn innan 10 mínútna. Afar algengur misskilningur er að ég sem ritari skila því korti sem ég var að skrifa. Við berum eingöngu ábyrgð á eigin skorkorti (því sem nafnið okkar stendur á) og eigum að sjálf að skila því inn til mótstjórnar. Það er á okkar eigin ábyrgð ef að skorkortið okkar hefur farið á flakk og því ekki skilað sem getur þýtt fravísun.
- Umgengni:
Boltaför á flötum: Gerum við boltaför á flötum hvort sem við eigum þau eða ekki. Ef gert er við boltafar samdægurs jafnar skemmdin sig á nokkrum dögum. Ef það er ekki gert samdægurs getur það tekið margar vikur að jafna sig. Á meðan við gerum kröfur um góð gæði á flötum að þá er það lágmarkskrafa sem við getum gert til okkar að hjálpast að við að gera við boltaförin.Tí á teigum: Setjum brotin tí í þar til gerð box á teigunum. Nýtum tímann meðan við bíðum eða erum að ganga upp á eða af teignum. Þetta kostar ekkert og gerir teigana svo miklu snyrtilegri.Glompur: Gömul saga og ný þar sem allir eru saklausir….eða hvað. Á hverjum morgni eru glompurnar rakaðar af starfsmönnum. Í lok hvers dags eru ótal skóför í hverri glompu og ef allir eru saklausir þá gengur dæmið bara ekki upp. RÖKUM glompurnar eftir okkur og ef að eru auka fótspor þá rökum við þau líka. Göngum frá glompunum eins og við viljum koma að þeim vilji svo óheppilega til að boltinn okkar fer í glompu.
- Gleðin og tillitsemi. Golf verður seint alltaf talið sanngjarn leikur. Hinsvegar er lykilatriði að tapa aldrei gleðinni. Sýnum meðspilurum tillitssemi með því að:
Tala aldrei á meðan þeir slá sitt högg
b. Stöndum aldrei í skotlínu (framan við eða aftan) þegar leikmaðurinn er að fara að slá.
c. Við hjálpum alltaf til við að leita að boltum meðspilara
d. Haffa Kamman