Aðalfundurinn er í húsakynnum Gróttu á SUÐURSTRÖND

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Í gær var send út tilkynning með kynningu frambjóðenda til stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn verður í kvöld.  Það kom fram að aðalfundurinn færi fram í hátíðarsal Gróttu við Austurströnd.  Hið rétta er að sjálfsögðu hátíðarsalur Gróttu sem er á Suðurströnd 8 eins og fram kom í fundarboðinu sjálfu og leiðréttist það hér með.    

Kynningar frambjóðenda til stjórnar á aðalfundi NK 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Aðalfundur klúbbsins verður haldinn á morgun, þriðjudag kl. 19.30 í hátíðarsal Gróttu á Austurströnd.  Á fundinum verður samkvæmt lögum félagsins kosið til stjórnar.  Eins og áður hefur komið fram bárust kjörnefnd fundarins samtals 6 framboð, þ.a. eitt til formanns og fimm til stjórnar. Frambjóðendum gafst kostur á því að kynna sig hér á heimasíðu klúbbsins fyrir fundinn og má sjá …

Ársskýrsla Nesklúbbsins 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Eins og fram hefur komið verður Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2023 haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 19.30. Samkvæmt 3. lið 15.gr. laga félagsins verða endurskoðaðir reikningar bornir undir fundinn.  Ársskýrsla 2023 sem inniheldur m.a. ársreikning félagsins fyrir starfsárið 2023 hefur nú  verið birt á heimasíðu klúbbsins, nkgolf.is/um Nesklúbbinn/útgefið efni/ársreikningar eða með því …

Svartur föstudagur hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Föstudaginn 24. nóvember verða eftirfarandi tilboð í gangi hjá Nesklúbbnum: Golfhermar – 10% afsláttur af klippikortum í golfherma 10×30 mín klippikort sem gildir fyrir kl 15:00 á virkum dögum = 16.875 kr. 10×30 mín klippikort sem gildir hvenær sem er á opnunartíma = 20.250 kr. Til þess að nýta tilboðið þarf að panta klippikort í gegnum netfangið nesvellir@nkgolf.is. Tilboðið gildir …

Aðalfundur Nesklúbbsins 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 2022 til 31. október 2023.  Aðalfundurinn verður haldinn þriðjudaginn 28. nóvember 2023 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 19:30. Dagskrá fundarins er sem hér segir: Fundarsetning Kjör fundarstjóra og fundarritara Lögð fram skýrsla formanns Lagðir fram endurskoðaðir reikningar …

Golfmót á Nesvöllum um helgina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það verður stuð og stemmari á Nesvöllum um helgina. Í vetur ætlum við að bjóða reglulega upp á golfmót fyrir félagsmenn í golfhermunum á Nesvöllum.  Fyrsta mótið verður haldið núna um helgina, 18. og 19. nóvember og geta félagsmenn valið hvort þeir spili á laugardegi eða sunnudegi. Mótið er innanfélagsmót og er skráning á rástíma og holl hér á golfbox, …

Áttu skemmtilega mynd í ársskýrsluna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú stendur yfir undirbúningur fyrir aðalfund sem verður haldinn þann 28. nóvember næstkomandi og þar með vinna við ársskýrslu og -reikninga félagsins.  Í skýrslunni höfum við alltaf verið dugleg við að myndsskreyta hana með myndum af starfi liðins sumars. Nú langar okkur að koma með þá nýjung að leita til ykkar félagsmanna, hvort þið eigið flotta og/eða skemmtilega …

Sýnum stuðning í verki til Grindvíkinga

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nesklúbburinn vill bjóða öllum börnum sem æfa golf hjá golfklúbbi Grindavíkur að æfa tímabundið endurgjaldslaust hjá Nesklúbbnum.  Einnig vill Nesklúbburinn bjóða meðlimum Golfklúbbs Grindavíkur í golfherma Nesklúbbsins endurgjaldslaust  næstu tvær vikur til að byrja með. Til að fá nánari upplýsingar um æfingatíma má senda tölvupóst á netfangið: steinn@nkgolf.is eða gudmundur@nkgolf.is Til að bóka tíma í golfhermi er hægt að hringja …

Kerruskúrinn opinn um helgina

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Enn er töluvert af kerrum og einhver golfsett í kerruskúrnum úti á golfvelli sem sakna eigenda sinna.  Skúrinn verður opinn um helgina og geta eigendur komið og nálgast eigur sínar þá.  Það skal tekið fram að engin ábyrgð er tekin á þessum eigum af hálfu klúbbsins og ef þær verða ekki sóttar munu þær fara illa þegar frystir í vetur. …

Kerrur í óskilum í kerruskúrnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það er töluvert af kerrum og einhver golfsett í kerruskúrnum úti á golfvelli sem sakna eigenda sinna.  Skúrinn verður opinn á morgun, miðvikudag og á fimmtudag og geta eigendur komið og nálgast eigur sínar þá.  Það skal tekið fram að engin ábyrgð er tekin á þessum eigum af hálfu klúbbsins og ef þær verða ekki sóttar munu þær fara illa …